Lýðræðið og skipulagið Stefán Benediktsson skrifar 15. október 2019 09:30 Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Landspítalinn Reykjavík Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun