Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - PSG 0-4 | Erfitt tap hjá Blikum Ívar Halldórsson skrifar 16. október 2019 22:00 Blikar mættu stórliði á Kópavogsvelli í kvöld vísir/daníel Breiðablik tók á móti stórliði PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Aðeins einu sinni áður hefur íslenskt lið komist þetta langt í Meistaradeildinni frá stofnun hennar árið 2009. Verkefnið sem beið Blikum var ekki af minni gráðunni, en í liði PSG er fjöldi leikmanna sem spila með bestu landsliðum heims. Parísarliðið var mun meira með boltann fyrstu mínúturnar sem endaði með því að þær komust yfir á 10.mínútu. Þær héldu áfram að sækja og bættu við öðru marki sínu á 18.mínútu en það gerði brasilíska landsliðskonan Formiga með skalla eftir horn. Rúmum 10.mínútum síðar voru PSG komnar þremur mörkum yfir. Eftir það mark sóttu Blikastelpur aðeins í sig veðrið og fékk Berglind Björg kjörið tækifæri til að minnka muninn á 40.mínútu. Hún náði þá að vinna boltann rétt fyrir utan vítateig PSG, keyrði inn í teig með boltann en skaut hinsvegar beint á markvörð Parísarkvenna. Staðan í hálfleik 0-3. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri. PSG stjórnaði leiknum en fengu töluvert færri færi en í fyrri hálfleik. Það stefndi allt í að Breiðablik næði að halda markinu hreinu í seinni hálfleik en í uppbótartíma bætti Paulina Dudek við fjórða marki Parísarliðsins með skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur urðu því 0-4.vísir/daníelÞorsteinn Halldórs: Erfitt að vera sáttur með 4-0 tap Þorsteinn H Halldórsson þjálfari Breiðablikur var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins. Hann segir markmiðið hafa verið að ná sigri. „Við ætluðum að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Auðvitað vonast maður alltaf til að eiga frábæran leik og ná stórkostlegum úrslitum, það eru svona væntingarnar fyrir leik en raunin var kannski aðeins önnur.‘‘ Eftir að hafa verið 0-3 undir í hálfleik segir Steini að þau hafi aðeins skerp á hlutunum. „Við reyndum að skerpa á hlutum og fara yfir hluti sem við gátum gert betur og halda áfram að leggja allt í þetta, fá aðeins meiri trú á að gera hluti þegar við vorum með boltann.‘‘ Breiðablik var nálægt því að halda hreinu í seinni hálfleik en fengu á sig mark í uppbótartíma. Þorsteinn segist hafi verið ánægður með seinni hálfleikinn á heildina litið: „Eftir að við lentum 3-0 undir var ég sáttur með margt í leiknum en auðvitað er erfitt að tala um að vera sáttur með hlutina þegar maður tapar 4-0. Við getum tekið ýmislegt jákvætt úr þessu, þetta var lærdómsríkur leikur fyrir okkur. Við vorum að spila við eitt af 2-3 bestu liðum Evrópu í dag.‘‘ Spurður út í næsta leik sem fer fram í París segir Steini markmiðið að sjálfsögðu vera að reyna að vinna 5-0. ,,Auðvitað reynum við það, en ég held í grunninn að við reynum að spila góðan leik og fá sem best úrslit. Við ætlum að gera það best sem við getum og vonandi verður það kraftaverk. Við ætlum að gera okkar allra allra besta.‘‘vísir/daníelÁsta Vigdís: Vonbrigði að tapa svona stórt Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir markmaður Breiðabliks segist ekki hafa búist við því fyrirfram að spila gegn PSG á þessu ári. Hún segir úrslitin vonbrigði en það hafi verið skemmtilegt að taka þátt í þessum leik. „Það eru vonbrigði að tapa svona stórt, við fengum á okkur of mörg mörk, en á móti er þetta skemmtilegt og krefjandi verkefni.‘‘ Hún segist ekki hafa búist við því fyrir tímabilið að hún myndi spila gegn PSG í október. „Það var ekki alveg það sem maður hafði séð fyrir sér, að spila við þær. Það er skemmtilegt.‘‘ „Við töluðum um það í hálfleik að skipuleggja okkur betur í vörninni og halda áfram, við vorum svolítið æstar í byrjun þannig við ákváðum að slaka aðeins á og spila okkar leik.‘‘ Hún segir markmiðið að vinna leikinn úti í París. „Það er alltaf stefnan. Maður á alltaf að stefna að því að vinna leiki en við sjáum bara hvernig það fer,‘‘ sagði hún að lokum. Meistaradeild Evrópu
Breiðablik tók á móti stórliði PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Aðeins einu sinni áður hefur íslenskt lið komist þetta langt í Meistaradeildinni frá stofnun hennar árið 2009. Verkefnið sem beið Blikum var ekki af minni gráðunni, en í liði PSG er fjöldi leikmanna sem spila með bestu landsliðum heims. Parísarliðið var mun meira með boltann fyrstu mínúturnar sem endaði með því að þær komust yfir á 10.mínútu. Þær héldu áfram að sækja og bættu við öðru marki sínu á 18.mínútu en það gerði brasilíska landsliðskonan Formiga með skalla eftir horn. Rúmum 10.mínútum síðar voru PSG komnar þremur mörkum yfir. Eftir það mark sóttu Blikastelpur aðeins í sig veðrið og fékk Berglind Björg kjörið tækifæri til að minnka muninn á 40.mínútu. Hún náði þá að vinna boltann rétt fyrir utan vítateig PSG, keyrði inn í teig með boltann en skaut hinsvegar beint á markvörð Parísarkvenna. Staðan í hálfleik 0-3. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri. PSG stjórnaði leiknum en fengu töluvert færri færi en í fyrri hálfleik. Það stefndi allt í að Breiðablik næði að halda markinu hreinu í seinni hálfleik en í uppbótartíma bætti Paulina Dudek við fjórða marki Parísarliðsins með skalla eftir hornspyrnu. Lokatölur urðu því 0-4.vísir/daníelÞorsteinn Halldórs: Erfitt að vera sáttur með 4-0 tap Þorsteinn H Halldórsson þjálfari Breiðablikur var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins. Hann segir markmiðið hafa verið að ná sigri. „Við ætluðum að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Auðvitað vonast maður alltaf til að eiga frábæran leik og ná stórkostlegum úrslitum, það eru svona væntingarnar fyrir leik en raunin var kannski aðeins önnur.‘‘ Eftir að hafa verið 0-3 undir í hálfleik segir Steini að þau hafi aðeins skerp á hlutunum. „Við reyndum að skerpa á hlutum og fara yfir hluti sem við gátum gert betur og halda áfram að leggja allt í þetta, fá aðeins meiri trú á að gera hluti þegar við vorum með boltann.‘‘ Breiðablik var nálægt því að halda hreinu í seinni hálfleik en fengu á sig mark í uppbótartíma. Þorsteinn segist hafi verið ánægður með seinni hálfleikinn á heildina litið: „Eftir að við lentum 3-0 undir var ég sáttur með margt í leiknum en auðvitað er erfitt að tala um að vera sáttur með hlutina þegar maður tapar 4-0. Við getum tekið ýmislegt jákvætt úr þessu, þetta var lærdómsríkur leikur fyrir okkur. Við vorum að spila við eitt af 2-3 bestu liðum Evrópu í dag.‘‘ Spurður út í næsta leik sem fer fram í París segir Steini markmiðið að sjálfsögðu vera að reyna að vinna 5-0. ,,Auðvitað reynum við það, en ég held í grunninn að við reynum að spila góðan leik og fá sem best úrslit. Við ætlum að gera það best sem við getum og vonandi verður það kraftaverk. Við ætlum að gera okkar allra allra besta.‘‘vísir/daníelÁsta Vigdís: Vonbrigði að tapa svona stórt Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir markmaður Breiðabliks segist ekki hafa búist við því fyrirfram að spila gegn PSG á þessu ári. Hún segir úrslitin vonbrigði en það hafi verið skemmtilegt að taka þátt í þessum leik. „Það eru vonbrigði að tapa svona stórt, við fengum á okkur of mörg mörk, en á móti er þetta skemmtilegt og krefjandi verkefni.‘‘ Hún segist ekki hafa búist við því fyrir tímabilið að hún myndi spila gegn PSG í október. „Það var ekki alveg það sem maður hafði séð fyrir sér, að spila við þær. Það er skemmtilegt.‘‘ „Við töluðum um það í hálfleik að skipuleggja okkur betur í vörninni og halda áfram, við vorum svolítið æstar í byrjun þannig við ákváðum að slaka aðeins á og spila okkar leik.‘‘ Hún segir markmiðið að vinna leikinn úti í París. „Það er alltaf stefnan. Maður á alltaf að stefna að því að vinna leiki en við sjáum bara hvernig það fer,‘‘ sagði hún að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti