Samráð gegn sundrungu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2019 07:00 Sundrung einkennir stjórnmál og samfélög um allan heim í æ meiri mæli. Við virðumst eiga æ erfiðara með að setjast yfir málin, hlusta á sjónarmið annarra og reyna að ná saman um lausnina. Á sama tíma flæða yfir okkur upplýsingar af ýmsum toga, ýmist sannar, hálfsannar eða hrein og klár lygi og skrumskæling og oft og tíðum erfitt að greina á milli. Bergsmálshellir samfélagsmiðlanna veldur því svo að við sjáum oftar en ekki aðeins það sem við viljum sjá og ef annað slæðist með úthrópum við það með gífuryrðum. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þannig skipuð að hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, frá vinstri til hægri yfir miðjuna. Skipanin er óvenjuleg og um margt söguleg, en byggir á því að ólík sjónarmið nái saman og skapi sátt um löngu tímabæra uppbyggingu í samfélaginu. Að kannski sé betra að reyna að ná saman um mál en að öskra hvert á annað á netinu. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það sem forsætisráðherra að henni er lagið að leiða fram góð mál. Við í Vinstri grænum getum verið stolt af því hvernig hún hefur komið málum hreyfingar okkar í framkvæmd. Það hefur tekist með samtali og samvinnu við samstarfsflokkana og aðra flokka. Þá hefur framganga hennar og áherslur á alþjóðavettvangi vakið athygli um allan heim. Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar gefst gott tækifæri til að fara yfir stöðu hreyfingarinnar, þau mál sem við höfum komið á dagskrá og í framkvæmd og hvert við viljum stefna. Það samtal, á miðju kjörtímabili, verður hollt og uppbyggilegt fyrir áframhaldandi starf. Framtíð Vinstri grænna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er björt. Samráð vinnur gegn sundrungu. Sjaldan hafa þessi sannindi verið jafn mikilvæg og í þeim flókna nútíma sem við lifum nú um stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sundrung einkennir stjórnmál og samfélög um allan heim í æ meiri mæli. Við virðumst eiga æ erfiðara með að setjast yfir málin, hlusta á sjónarmið annarra og reyna að ná saman um lausnina. Á sama tíma flæða yfir okkur upplýsingar af ýmsum toga, ýmist sannar, hálfsannar eða hrein og klár lygi og skrumskæling og oft og tíðum erfitt að greina á milli. Bergsmálshellir samfélagsmiðlanna veldur því svo að við sjáum oftar en ekki aðeins það sem við viljum sjá og ef annað slæðist með úthrópum við það með gífuryrðum. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þannig skipuð að hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana, frá vinstri til hægri yfir miðjuna. Skipanin er óvenjuleg og um margt söguleg, en byggir á því að ólík sjónarmið nái saman og skapi sátt um löngu tímabæra uppbyggingu í samfélaginu. Að kannski sé betra að reyna að ná saman um mál en að öskra hvert á annað á netinu. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt það sem forsætisráðherra að henni er lagið að leiða fram góð mál. Við í Vinstri grænum getum verið stolt af því hvernig hún hefur komið málum hreyfingar okkar í framkvæmd. Það hefur tekist með samtali og samvinnu við samstarfsflokkana og aðra flokka. Þá hefur framganga hennar og áherslur á alþjóðavettvangi vakið athygli um allan heim. Landsfundur Vinstri grænna hefst í dag. Þar gefst gott tækifæri til að fara yfir stöðu hreyfingarinnar, þau mál sem við höfum komið á dagskrá og í framkvæmd og hvert við viljum stefna. Það samtal, á miðju kjörtímabili, verður hollt og uppbyggilegt fyrir áframhaldandi starf. Framtíð Vinstri grænna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur er björt. Samráð vinnur gegn sundrungu. Sjaldan hafa þessi sannindi verið jafn mikilvæg og í þeim flókna nútíma sem við lifum nú um stundir.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar