Minecraft Earth opnaður fyrst á Íslandi og Nýja Sjálandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 14:00 Vísir/Mojang Áhugasömum Íslendingum hefur nú verið veittur aðgangur að leiknum Minecraft Earth frá Mojang. Eðli málsins samkvæmt byggir leikurinn á hinum gífurlega vinsæla leik, Minecraft. Spilarar munu geta byggt hluti í raunheimum í gegnum síma sína. Um er að ræða svokallaða Early Access útgáfu, sem felur í sér að leikurinn er í raun ekki tilbúinn að fullu. Leikurinn var fyrst opnaður á Íslandi og Nýja Sjálandi. Til stendur að opna hann í fleiri löndum á næstunni.Minecraft Earth is here! Starting today, we will begin to roll out early access from country to country, starting with: New Zealand Iceland Not a citizen of either land? Stay tuned as we announce the next countries soon!https://t.co/8qME5ZSuAEpic.twitter.com/t01ro9wwlm — Minecraft Earth (@minecraftearth) October 17, 2019 Í stuttu máli sagt geta notendur byggt hinar ýmsu byggingar á skrifborðum sínum eða í bakgörðum. Undirritaður var til dæmis að byggja þennan dýrðarinnar garð á skrifborði sínu. Þar hef ég komið fyrir hænum, kindum og kúm. Fyrst þurfa spilarar þó að ganga um með símana á lofti og finna hluti til að byggja úr. Að því leyti er leikurinn ekki ósvipaður Pokémon Go, sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum og fólk gekk á hvort annað á víð og dreif með augun föst á símum sínum. Í göngutúrum er einnig hægt að rekast á ýmis ævintýri og óvini sem berjast þarf við. Þar að auki er hægt að virða fyrir sér hluti sem aðrir hafa byggt. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play eða Apple Store. Leikjavísir Microsoft Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Áhugasömum Íslendingum hefur nú verið veittur aðgangur að leiknum Minecraft Earth frá Mojang. Eðli málsins samkvæmt byggir leikurinn á hinum gífurlega vinsæla leik, Minecraft. Spilarar munu geta byggt hluti í raunheimum í gegnum síma sína. Um er að ræða svokallaða Early Access útgáfu, sem felur í sér að leikurinn er í raun ekki tilbúinn að fullu. Leikurinn var fyrst opnaður á Íslandi og Nýja Sjálandi. Til stendur að opna hann í fleiri löndum á næstunni.Minecraft Earth is here! Starting today, we will begin to roll out early access from country to country, starting with: New Zealand Iceland Not a citizen of either land? Stay tuned as we announce the next countries soon!https://t.co/8qME5ZSuAEpic.twitter.com/t01ro9wwlm — Minecraft Earth (@minecraftearth) October 17, 2019 Í stuttu máli sagt geta notendur byggt hinar ýmsu byggingar á skrifborðum sínum eða í bakgörðum. Undirritaður var til dæmis að byggja þennan dýrðarinnar garð á skrifborði sínu. Þar hef ég komið fyrir hænum, kindum og kúm. Fyrst þurfa spilarar þó að ganga um með símana á lofti og finna hluti til að byggja úr. Að því leyti er leikurinn ekki ósvipaður Pokémon Go, sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum og fólk gekk á hvort annað á víð og dreif með augun föst á símum sínum. Í göngutúrum er einnig hægt að rekast á ýmis ævintýri og óvini sem berjast þarf við. Þar að auki er hægt að virða fyrir sér hluti sem aðrir hafa byggt. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play eða Apple Store.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira