Hinn fallegi leikur Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undanfarna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótboltalandsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mótmælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú staðreynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíuleikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeistarar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurssýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mannkynssögunni.Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegisverðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mosley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn miskunnarlausum fordómum, áráttukenndu ofbeldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undanfarna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótboltalandsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mótmælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú staðreynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíuleikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeistarar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurssýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mannkynssögunni.Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegisverðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mosley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn miskunnarlausum fordómum, áráttukenndu ofbeldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun