Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 14:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jeffrey McWhorter Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. Á sama tíma eru þingmenn Repúblikanaflokksins að segjast styðja ákæru á hendur Trump vegna embættisbrota í tengslum við Úkraínumálið. Bara á síðustu tveimur vikum hefur Trump tekið þá mjög svo umdeildu ákvörðun að kalla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gert Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Sú ákvörðun féll vægast sagt ekki í kramið vestanhafs.Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, skrifaði grein á vef Washington Post í gær þar sem hann sagði ákvörðun Trump vera alvarleg mistök.Þá opinberaði Trump umdeilt bréf sem hann sendi Recep Tayyip Erdogan , forseta Tyrklands. Erdogan móðgaðist við lesturinn og henti bréfinu í ruslið. Heima fyrir hefur mikið verið hæðst að Trump vegna bréfsins, sem inniheldur undarlegt orðaval og þá sérstaklega með milliríkjasamskipti í huga.Forsetinn kallaði Jim Mattis, fyrrverandi hershöfðingja og fyrrverandi varnarmálaráðherra sinn, „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar. Mattis brást við með því að hæðast að Trump og segja meðal annars að eini hermaðurinn sem Trump teldi ekki vera ofmetinn, væri Sanders offursti. Stofnandi Kentucky Fried Chicken.Þá missti forsetinn stjórn á skapi sínu gagnvart Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og kallaði hana þriðja flokks pólitíkus.Sagði frá þrýstingi gagnvart Úkraínu Þar að auki sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, að Trump hefði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og samsæriskenningu varðandi það að Úkraína hafi komið að því að sviðsetja tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og sökinni hafi verið komið á Rússa. Nokkrum klukkustundum síðar reyndi Mulvaney að draga orð sín til baka og hélt því fram að snúið hefði verið úr orðum hans. Ofan á það tilkynnti Mulvaney í gær að G-7 fundur næsta árs yrði haldinn í golfklúbbi Trump í Miami, sem gagnrýnendur forsetans, og stjórnarskráin, segja vera hreina og tæra spillingu.Hér má sjá blaðamenn AP fréttaveitunnar renna yfir vendingar síðustu viku.Eins manns ríkisstjórn Blaðamenn Politico ræddu við nokkra aðila sem störfuðu fyrir Trump og bandamenn hans á þingi. Allir ræddu ríkisstjórnina undir nafnleynd. Einn þeirra sagði Trump nú hegða sér á þann hátt sem starfsmenn hans hafi reynt að koma í veg fyrir áður. Þó forsetinn hafi aldrei þótt tilefni til að reka eitthvað sem kalla mætti hefðbundna ríkisstjórn segir einn fyrrverandi starfsmaður hans að í upphafi hafi starfsmenn hans hafa reynt að draga úr hvötum hans og hann hafi þar að auki sýnt meiri varkárni.Nú sé í raun aðeins einn maður í ríkisstjórninni. Trump sé nú orðið einungis með svokallaða já-fólk í vinnu sem láti eftir honum í alla staði Bréf forsetans til Erdogan sé til marks um það. Í upphafi forsetatíðar hans hafi bréf til annarra þjóðarleiðtoga verið fyrst skrifuð af starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins og þjóðaröryggisráð Hvíta hússins. Trump hafi síðan farið yfir það og að endingu hafi verið samið bréf sem allir hafi verið sáttir við. Annar viðmælandi Politico, sem vinnur enn í Hvíta húsinu, sagði það draumóra að reyna að halda aftur af forsetanum. „Allir hafa reynt það og misheppnast,“ sagði hann. Aðrir sem vinna enn í Hvíta húsinu sögðust búnir á því eftir stanslausa baráttu. Andrúmsloftið nú skilgreinst af kæruleysi. Þó eru einhverjir sem þrífast í Hvíta húsinu og til marks um það sagði einn viðmælandi Politico að hann væri að skemmta sér konunglega.Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.AP/Evan VucciAP fréttaveitan segir þingmenn Repúblikanaflokksins vera að íhuga stöðu þeirra gagnvart ákæruferlinu gegn Trump og þá sérstaklega með tilliti til orða Mulvaney í gær.Þingmaðurinn Francis Rooney sagði blaðamönnum í gær að hann og aðrir hefðu áhyggjur af ummælum starfsmannastjórans. Rooney sjálfur sagðist vera að íhuga allar hliðar varðandi ákæruferlið. Þá sagði hann Mulvaney ekki einfaldlega geta dregið orð sín til baka. „Það eina sem ég get gert ráð fyrir er að hann hafi meint það sem hann sagði,“ sagði Rooney. Þá segir AP að McConnell hafi sagt þingmönnum Repúblikanaflokksins í vikunni að þeir gætu búist við atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni um ákæru gegn Trump í nóvember. Réttarhöld gætu svo farið fram fyrir jól í Öldungadeildinni. Nancy Pelosi hefur þó ekkert sagt um hvenær atkvæðagreiðsla muni fara fram. Klára verði rannsóknir fyrst.New York Times er með frekari upplýsingar um áðurnefndan fund Repúblikana þar sem McConnell varaði þingmenn flokksins við því að fulltrúadeildin myndi ákæra Trump fyrir embættisbrot. Hann mætti á fundinn með glærusýningu þar sem hann fór yfir það hvernig ákæruferlið færi fram.Það þykir verulega ólíklegt að öldungadeildin, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, muni sakfella Trump. Minnst tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við þingmenn Demókrataflokksins og greiða atkvæði með ákæru. McConnell sjálfur birtist nýverið í fjáröflunarmyndbandi þar sem hann hét því að koma í veg fyrir að Trump yrði vísað úr embætti. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham, einn af helstu bandamönnum Trump, þrýsti á samstarfsfélaga sína á miðvikudaginn og lagði til að öldungadeildin sendi bréf til Pelosi þar sem henni yrði tilkynnt að Trump yrði aldrei ákærður. Samkvæmt New York Times vill McConnell þó sýna kjósendum í ríkjum þar sem öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins eiga í erfiðleikum að öldungadeildin taki ásakanirnar gegn Trump alvarlega. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Rick Perry kynnir afsögn viku eftir að hafa verið spurður í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Trump staðfesti fréttirnar sjálfur í kvöld. 17. október 2019 23:50 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. Á sama tíma eru þingmenn Repúblikanaflokksins að segjast styðja ákæru á hendur Trump vegna embættisbrota í tengslum við Úkraínumálið. Bara á síðustu tveimur vikum hefur Trump tekið þá mjög svo umdeildu ákvörðun að kalla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gert Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Sú ákvörðun féll vægast sagt ekki í kramið vestanhafs.Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, skrifaði grein á vef Washington Post í gær þar sem hann sagði ákvörðun Trump vera alvarleg mistök.Þá opinberaði Trump umdeilt bréf sem hann sendi Recep Tayyip Erdogan , forseta Tyrklands. Erdogan móðgaðist við lesturinn og henti bréfinu í ruslið. Heima fyrir hefur mikið verið hæðst að Trump vegna bréfsins, sem inniheldur undarlegt orðaval og þá sérstaklega með milliríkjasamskipti í huga.Forsetinn kallaði Jim Mattis, fyrrverandi hershöfðingja og fyrrverandi varnarmálaráðherra sinn, „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar. Mattis brást við með því að hæðast að Trump og segja meðal annars að eini hermaðurinn sem Trump teldi ekki vera ofmetinn, væri Sanders offursti. Stofnandi Kentucky Fried Chicken.Þá missti forsetinn stjórn á skapi sínu gagnvart Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og kallaði hana þriðja flokks pólitíkus.Sagði frá þrýstingi gagnvart Úkraínu Þar að auki sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, að Trump hefði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, með því markmiði að þvinga Úkraínumenn til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og samsæriskenningu varðandi það að Úkraína hafi komið að því að sviðsetja tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og sökinni hafi verið komið á Rússa. Nokkrum klukkustundum síðar reyndi Mulvaney að draga orð sín til baka og hélt því fram að snúið hefði verið úr orðum hans. Ofan á það tilkynnti Mulvaney í gær að G-7 fundur næsta árs yrði haldinn í golfklúbbi Trump í Miami, sem gagnrýnendur forsetans, og stjórnarskráin, segja vera hreina og tæra spillingu.Hér má sjá blaðamenn AP fréttaveitunnar renna yfir vendingar síðustu viku.Eins manns ríkisstjórn Blaðamenn Politico ræddu við nokkra aðila sem störfuðu fyrir Trump og bandamenn hans á þingi. Allir ræddu ríkisstjórnina undir nafnleynd. Einn þeirra sagði Trump nú hegða sér á þann hátt sem starfsmenn hans hafi reynt að koma í veg fyrir áður. Þó forsetinn hafi aldrei þótt tilefni til að reka eitthvað sem kalla mætti hefðbundna ríkisstjórn segir einn fyrrverandi starfsmaður hans að í upphafi hafi starfsmenn hans hafa reynt að draga úr hvötum hans og hann hafi þar að auki sýnt meiri varkárni.Nú sé í raun aðeins einn maður í ríkisstjórninni. Trump sé nú orðið einungis með svokallaða já-fólk í vinnu sem láti eftir honum í alla staði Bréf forsetans til Erdogan sé til marks um það. Í upphafi forsetatíðar hans hafi bréf til annarra þjóðarleiðtoga verið fyrst skrifuð af starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins og þjóðaröryggisráð Hvíta hússins. Trump hafi síðan farið yfir það og að endingu hafi verið samið bréf sem allir hafi verið sáttir við. Annar viðmælandi Politico, sem vinnur enn í Hvíta húsinu, sagði það draumóra að reyna að halda aftur af forsetanum. „Allir hafa reynt það og misheppnast,“ sagði hann. Aðrir sem vinna enn í Hvíta húsinu sögðust búnir á því eftir stanslausa baráttu. Andrúmsloftið nú skilgreinst af kæruleysi. Þó eru einhverjir sem þrífast í Hvíta húsinu og til marks um það sagði einn viðmælandi Politico að hann væri að skemmta sér konunglega.Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins.AP/Evan VucciAP fréttaveitan segir þingmenn Repúblikanaflokksins vera að íhuga stöðu þeirra gagnvart ákæruferlinu gegn Trump og þá sérstaklega með tilliti til orða Mulvaney í gær.Þingmaðurinn Francis Rooney sagði blaðamönnum í gær að hann og aðrir hefðu áhyggjur af ummælum starfsmannastjórans. Rooney sjálfur sagðist vera að íhuga allar hliðar varðandi ákæruferlið. Þá sagði hann Mulvaney ekki einfaldlega geta dregið orð sín til baka. „Það eina sem ég get gert ráð fyrir er að hann hafi meint það sem hann sagði,“ sagði Rooney. Þá segir AP að McConnell hafi sagt þingmönnum Repúblikanaflokksins í vikunni að þeir gætu búist við atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni um ákæru gegn Trump í nóvember. Réttarhöld gætu svo farið fram fyrir jól í Öldungadeildinni. Nancy Pelosi hefur þó ekkert sagt um hvenær atkvæðagreiðsla muni fara fram. Klára verði rannsóknir fyrst.New York Times er með frekari upplýsingar um áðurnefndan fund Repúblikana þar sem McConnell varaði þingmenn flokksins við því að fulltrúadeildin myndi ákæra Trump fyrir embættisbrot. Hann mætti á fundinn með glærusýningu þar sem hann fór yfir það hvernig ákæruferlið færi fram.Það þykir verulega ólíklegt að öldungadeildin, þar sem Repúblikanar eru með meirihluta, muni sakfella Trump. Minnst tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við þingmenn Demókrataflokksins og greiða atkvæði með ákæru. McConnell sjálfur birtist nýverið í fjáröflunarmyndbandi þar sem hann hét því að koma í veg fyrir að Trump yrði vísað úr embætti. Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham, einn af helstu bandamönnum Trump, þrýsti á samstarfsfélaga sína á miðvikudaginn og lagði til að öldungadeildin sendi bréf til Pelosi þar sem henni yrði tilkynnt að Trump yrði aldrei ákærður. Samkvæmt New York Times vill McConnell þó sýna kjósendum í ríkjum þar sem öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins eiga í erfiðleikum að öldungadeildin taki ásakanirnar gegn Trump alvarlega.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Rick Perry kynnir afsögn viku eftir að hafa verið spurður í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Trump staðfesti fréttirnar sjálfur í kvöld. 17. október 2019 23:50 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Rick Perry kynnir afsögn viku eftir að hafa verið spurður í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Trump staðfesti fréttirnar sjálfur í kvöld. 17. október 2019 23:50
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15