Innlent

Kanadískir mastersnemar hönnuðu híbýli geimfara

Birgir Olgeirsson skrifar
Kanadískir mastersnemar fengu það verkefni að ímynda sér að Íslendingar hefðu fjármagn til að reka háþróaða aðstöðu fyrir geimferðir hér á landi og hanna allar þær byggingar sem þarf til þess. Afraksturinn var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sjá mátti framúrstefnulega stjörnuskoðunarstöð og nokkurskonar hringleikahús fyrir geimfara.

Verkefnið er unnið í samstarfi við íslensku geimferðastofnunina. Ásamt því að teikna um aðstöðu fyrir geimferðarannsóknir voru einnig hannaðar byggingar sem eiga að þjóna leiðsögumannasamfélaginu. Mastersnemar í arkítektúr við Manitoba-háskólann í Kanada ferðuðust um landið til að þar sem markmiðið var að teikna upp aðstöðu sem myndi færa fólk nær náttúruperlunum. Hafa nemar frá Manitoba komið átta sinnum hingað til lands.

„Í þessu verkefni vinnum við með hugmyndir tengdar jöklum, jarðfræði og kannski ferðaþjónustunni. Einnig vinnum við með þá hugmynd að Ísland verði miðstöð rannsókna til undirbúnings ferða til tunglsins og mars,“ segir Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.

Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Stöð 2
Hann segir þessar hugmyndir eiga að styðja við ferðaþjónustuna hér á landi og vísindasamfélagið.

„Þar sem löng hefð er fyrir því að geimfarar komi til Íslands til að þjálfa sig fyrir tunglferðir, beinast sum verkefnin að því að bjóða upp á aðstöðu fyrir nýju tunglferðaáætlunina sem hefur verið kynnt og NASA og Geimferðastofnun Evrópu hafa sýnt áhuga á, svo og þátttöku í Marsferðum. Það er dálítill keimur af vísindaskáldskap í þessu.“

Verkefnin eru í raun um það sem gæti gerst í náinni framtíð.

„Þetta beinist að því sem koma skal, þar með talið eru framtaksverkefni á sviði þjóðgarða. Á sama tíma og verkefnum á sviði vísindarannsókna fjölgar, sérstaklega núna á tímum loftslagsbreytinga þegar jöklarnir hopa í sífellu“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×