10 vondar fréttir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 1. október 2019 08:00 Í fjárlagafrumvarpinu kemur pólitík ríkisstjórnarinnar fram. Sé kafað djúpt í fylgiskjölin kemur mjög áhugaverð mynd fram. 1. HÍ, HR, Listaháskólinn og HA fá nánast sömu raunupphæð og í fyrra. Hjá framhaldsskólum er beinlínis lækkun á heildarfjármagni milli ára. Eina stórsóknin í menntamálum virðist vera í yfirlýsingum ráðherrans. 2. Þrátt fyrir augljósa þörf hjá Landspítalanum vill ríkisstjórnin ná 1,2 milljörðum kr. í aðhaldi úr heilbrigðiskerfinu. Á meðan er ófremdarástand á bráðamóttökunni og 130 eldri borgarar „búa“ á spítalanum vegna skorts á úrræðum. 3. Viðbótarframlag til öryrkja er milljarður sem dugar ekki í að afnema krónu á móti krónu sem kostar um 10 milljarða kr. Enn eru öryrkjar látnir bíða eftir réttlætinu, sem Katrín Jakobsdóttir sagði í stjórnarandstöðu að þeir mættu alls ekki gera. 4. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar er lækkuð um tæp 30%. Framlög til Tækniþróunarsjóðs, Lýðheilsusjóðs, Jafnréttissjóðs og þróunarsamvinnu lækka. 5. Framlög til hjálpartækja eru lækkuð. 6. Framlög til almennrar lögreglu lækka. Færri lögreglumenn eru nú en fyrir 10 árum þrátt fyrir fimmföldun ferðamanna og íbúafjölgun á tímabilinu. 7. Aldraðir fá ekkert aukaframlag umfram það sem er vegna fjölgunar í þeirra hópi. 8. Veiðileyfagjöldin hafa lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Og núna er lækkun bankaskatts sett í forgang. Fjármagnstekjuskatturinn skal áfram vera lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 9. Umhverfismál fá aðeins 2% af fjárlögum. Þegar 98% fjárlaga fara í annað má velta fyrir sér hversu ofarlega umhverfismálin eru. 10. Þá er sérstök aðhaldskrafa á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. Að þessari upptalningu lokinni má spyrja hvort þetta sé það sem kjósendur kusu um í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpinu kemur pólitík ríkisstjórnarinnar fram. Sé kafað djúpt í fylgiskjölin kemur mjög áhugaverð mynd fram. 1. HÍ, HR, Listaháskólinn og HA fá nánast sömu raunupphæð og í fyrra. Hjá framhaldsskólum er beinlínis lækkun á heildarfjármagni milli ára. Eina stórsóknin í menntamálum virðist vera í yfirlýsingum ráðherrans. 2. Þrátt fyrir augljósa þörf hjá Landspítalanum vill ríkisstjórnin ná 1,2 milljörðum kr. í aðhaldi úr heilbrigðiskerfinu. Á meðan er ófremdarástand á bráðamóttökunni og 130 eldri borgarar „búa“ á spítalanum vegna skorts á úrræðum. 3. Viðbótarframlag til öryrkja er milljarður sem dugar ekki í að afnema krónu á móti krónu sem kostar um 10 milljarða kr. Enn eru öryrkjar látnir bíða eftir réttlætinu, sem Katrín Jakobsdóttir sagði í stjórnarandstöðu að þeir mættu alls ekki gera. 4. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar er lækkuð um tæp 30%. Framlög til Tækniþróunarsjóðs, Lýðheilsusjóðs, Jafnréttissjóðs og þróunarsamvinnu lækka. 5. Framlög til hjálpartækja eru lækkuð. 6. Framlög til almennrar lögreglu lækka. Færri lögreglumenn eru nú en fyrir 10 árum þrátt fyrir fimmföldun ferðamanna og íbúafjölgun á tímabilinu. 7. Aldraðir fá ekkert aukaframlag umfram það sem er vegna fjölgunar í þeirra hópi. 8. Veiðileyfagjöldin hafa lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Og núna er lækkun bankaskatts sett í forgang. Fjármagnstekjuskatturinn skal áfram vera lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 9. Umhverfismál fá aðeins 2% af fjárlögum. Þegar 98% fjárlaga fara í annað má velta fyrir sér hversu ofarlega umhverfismálin eru. 10. Þá er sérstök aðhaldskrafa á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. Að þessari upptalningu lokinni má spyrja hvort þetta sé það sem kjósendur kusu um í síðustu kosningum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun