Bíó og sjónvarp

Trúðarnir Casper og Frank í tökum við Bláa Lónið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagarnir í alveg eins ullarpeysum sem eru væntanlega íslenskar.
Þeir félagarnir í alveg eins ullarpeysum sem eru væntanlega íslenskar. mynd / Halli G
Þeir Casper Christensen og Frank Hvam eru staddir hér á landi í tökum. Til þeirra sást fyrir utan Bláa Lónið og munu þeir vera að taka upp efni fyrir nýja Klovn-kvikmynd. 

Á síðasta ári kom út sjöunda þáttaröðin af Klovn og telja margir aðdáendur að sú þáttaröð hafi verið ein sú besta. 

Danirnir hafa einnig gefið út tvær kvikmyndir í tengslum við Klovn-þættina en árið 2010 kom út myndin Klovn og árið 2015 kom út Klovn: Forever. 

Grínþættirnir Klovn hófu göngu sína árið 2005 og hafa slegið rækilega í gegn meðal Íslendinga.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×