Fetar í fótspor afans sem hann aldrei fékk að kynnast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 13:46 Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, situr sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag sem kjörinn fulltrúi. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík frá 1959 til 1972 en borgarfulltrúi frá 1954. Afi Geirs og nafni varð síðar forsætisráðherra og var umsvifamikill í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Ólíkt afa sínum sem var Sjálfstæðismaður fann Geir sinn samastað í Viðreisn, flokki sem var stofnaður um klofning úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er búinn að vera með í Viðreisn frá upphafi,“ segir Geir. „Ég hef alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og vissi alltaf að ég myndi vilja láta til mín taka á þeim vettvangi fyrr eða síðar.“Geir Hallgrímsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og forsætisráðherra.Vefur AlþingisHann hafi þó framan af ekki fundið samleið með neinum stjórnmálaflokki þar til hann tók þátt í að stofna Viðreisn. Hann kveðst vilja nýta krafta sína í borgarstjórn til að beita sér fyrir því að einfalda líf borgarbúa og minnka flækjustig, sem sé í samræmi við áherslumál Viðreisnar í kosningabaráttunni. Þá séu skólamálin honum einnig afar hugleikin. Jómfrúarræða hans í borgarstjórn verður þó væntanlega um samgöngumál sem verða fyrirferðarmikil á dagskrá borgarstjórnarfundarins í dag. Hann vill ekki halda því fram að stjórnmálaferill afa hans hafi haft mikil áhrif á áhuga hans á stjórnmálum eða þá ákvörðun að bjóða sig fram í borgarstjórn. Geir er fæddur árið 1992 en afi hans Geir Hallgrímsson féll frá árið 1983 svo hann fékk aldrei tækifæri til að kynnast afa sínum. Aðspurður segir hann þó að þeir nafnar séu þeir einu í fjölskyldunni sem hafi látið til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. „Ég held líka að föðurfjölskyldan mín hafi verið búin að fá alveg nóg af pólitík,“ segir Geir léttur í bragði. „Ég hugsa nú sjaldan lengur en einn sólarhring fram í tímann,“ segir Geir og hlær, spurður hvort hann sjái fyrir sér að feta í fótspot afa síns og verða borgarstjóri þegar fram líða stundir. „En ég útiloka þó ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Tímamót Viðreisn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira