Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. október 2019 06:00 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15