Miðborgir allt um kring Hildur Björnsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Varanlegar göngugötur eru fyrirhugaðar í miðborg Reykjavíkur. Ágreiningur um fyrirkomulagið hefur staðið yfir um áratugaskeið. Rekstraraðilar hafa verið andvígir göngugötum, en íbúar fylgjandi. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja hérlendis sem erlendis. Nýlegar fregnir herma að fyrstu sex mánuði ársins hafi 2.868 verslanir lagt upp laupana í Bretlandi. Mestan vöxt má finna í netverslun. Sams konar þróun má greina meðal annarra verslunarþjóða. Reynslan sýnir að hefðbundin verslun verði að bjóða jákvæða og nýstárlega upplifun, ætli hún að halda velli. Fjöldi evrópskra borga hefur skipulagt verslunargötur sem taka mið af gangandi umferð. Upplifunin hefur verið jákvæð fyrir neytandann og mætt nýjum áskorunum í verslun. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki og Ósló eru nærtæk dæmi. Áform um göngugötur í borgunum mættu andstöðu í upphafi. Reynslan sýndi þó að mannlíf batnaði, verslun jókst og ánægja óx. Barselónaborg innleiddi árið 2016 nýtt skipulag sem miðar að því að hólfa borgina niður í bíllaus svæði. Bílaumferð ferðast þannig umhverfis svæðin, en innan þeirra tekur allt skipulag mið af mannvænu umhverfi. Skipulagið mætti talsverðri andstöðu í fyrstu en mælingar sýna nú mikla ánægju meðal íbúa. Áhrif á loftgæði og lýðheilsu eru jákvæð auk þess sem verslun í nærumhverfi hefur aukist um þriðjung. Með sama hætti hafa borgir á borð við París, Madríd og London þróað bíllausar verslunargötur. Berlínarborg vinnur að sams konar áformum. Borgarstjóri Lundúnaborgar hefur kynnt áform um 800 metra bíllausan kafla á Oxford-stræti. Þróunin á sér stað allt um kring. Rekstraraðilar þurfa engu að kvíða. Mælingar sýna mikla jákvæðni íbúa gagnvart breytingunum – það gildir einu hvaða borgarhluti eða aldurshópur er skoðaður – alls staðar er jákvæðnin í fyrirrúmi. Af tölunum má jafnvel spá fyrir um fjölgun heimsókna í miðborg eftir breytingar. Í síbreytilegu markaðsumhverfi ræður viðskiptavinurinn að lokum örlögum verslunar. Tölurnar sýna glöggt með hvaða hætti borgarbúar vilja þróa miðborgina – í átt að iðandi mannlífi og lifandi miðborg.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun