Að brenna sig á sama soðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar