Erlent

Demókratar vara Trump við afskiptum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ef bandaríska forsetaembættið reynir að hindra rannsókn fulltrúadeildar þingsins á því hvort Donald Trump forseti hafi gerst sekur um embættisbrot munu Demókratar líta á það sem tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.

Þetta sagði Adam Schiff, Demókrati og formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, í dag. Demókratar hafa ítrekað sakað Trump um þann glæp að hindra framgang réttvísinnar.

Rannsóknin nú fór þó af stað vegna símtals Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu bað Trump Selenskíj um að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðanda Demókrata.


Tengdar fréttir

Pompeo laug um símtalið við Zelensky

Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því.

Trump segir Demókrata fremja valdarán

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×