Amma Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. október 2019 07:30 Einhver mesta gæfa mín í lífinu var amma mín Þóra Helgadóttir. Við mynduðum strax einkar náið og sterkt samband enda bjó ég í kjallaranum hjá henni ásamt móður minni fyrstu ár ævinnar. Við sambúð í slíku návígi skapast sterk tengsl, gagnkvæm ást og virðing sem helst ævina á enda og auðgar lífið. Amma var ankerið í lífi mínu sem alltaf var til í að sjá mína hlið og tala máli mínu jafnvel þó ég hefði hagað mér illa. Hún var líka skemmtileg, falleg og lífsglöð kona sem gerði allt með bravúr hvort sem það voru matarboð, ferðalög eða samverustundir með fjölskyldunni. Eitt sinn var ég nærri búinn að drekkja henni þegar hún ákvað að synda með mig á bakinu, ósyndan fimm ára gamlan, yfir sundlaug Kópavogs. Þegar komið var í dýpri endann fylltist ég ofsahræðslu og tróð ömmu á bólakaf. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar sundlaugarvörðurinn sparkaði af sér klossunum og stakk sér til sunds fullklæddur og bjargaði okkur á þurrt. Síðar hló hún að þessu og sagði mig einu manneskjuna sem hefði næstum banað sér. Ég hef engan þekkt sem var jafn tilfinningalega tengdur íslenskri veðráttu og amma. Hún gat æmt og skræmt í rigningartíð og sudda en um leið og sólin braust fram var hún búin að dekka borð á stéttinni framan við húsið hlæjandi og glöð. Amma greindist með krabbamein 74 ára gömul. Hún tókst á við það eins og um tímabundin veikindi væri að ræða allt þar til hún lést sumarið 1996. Ég hugsa til hennar á hverjum degi en þannig lifum við áfram í hjörtum ástvina. Ég veit líka að hún hefði ekki tekið því illa að fá um sig einn bakþanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver mesta gæfa mín í lífinu var amma mín Þóra Helgadóttir. Við mynduðum strax einkar náið og sterkt samband enda bjó ég í kjallaranum hjá henni ásamt móður minni fyrstu ár ævinnar. Við sambúð í slíku návígi skapast sterk tengsl, gagnkvæm ást og virðing sem helst ævina á enda og auðgar lífið. Amma var ankerið í lífi mínu sem alltaf var til í að sjá mína hlið og tala máli mínu jafnvel þó ég hefði hagað mér illa. Hún var líka skemmtileg, falleg og lífsglöð kona sem gerði allt með bravúr hvort sem það voru matarboð, ferðalög eða samverustundir með fjölskyldunni. Eitt sinn var ég nærri búinn að drekkja henni þegar hún ákvað að synda með mig á bakinu, ósyndan fimm ára gamlan, yfir sundlaug Kópavogs. Þegar komið var í dýpri endann fylltist ég ofsahræðslu og tróð ömmu á bólakaf. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar sundlaugarvörðurinn sparkaði af sér klossunum og stakk sér til sunds fullklæddur og bjargaði okkur á þurrt. Síðar hló hún að þessu og sagði mig einu manneskjuna sem hefði næstum banað sér. Ég hef engan þekkt sem var jafn tilfinningalega tengdur íslenskri veðráttu og amma. Hún gat æmt og skræmt í rigningartíð og sudda en um leið og sólin braust fram var hún búin að dekka borð á stéttinni framan við húsið hlæjandi og glöð. Amma greindist með krabbamein 74 ára gömul. Hún tókst á við það eins og um tímabundin veikindi væri að ræða allt þar til hún lést sumarið 1996. Ég hugsa til hennar á hverjum degi en þannig lifum við áfram í hjörtum ástvina. Ég veit líka að hún hefði ekki tekið því illa að fá um sig einn bakþanka.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar