Markalaust hjá United og AZ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. október 2019 18:45 Mason Greenwood var á meðal ungu leikmannanna sem fengu sénsinn í kvöld vísir/getty Manchester United tókst ekki að skora mark gegn AZ Alkmaar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. United átti ekki eitt skot á markrammann í leiknum og endaði hann í 0-0 jafntefli. Hvorugt lið gerði sig almennilega líklegt til þess að skora mark og niðurstaðan því þessi. Jesse Lingaard komst hvað næst því að skora í annars bragðdaufum leik en skot hans fór framhjá markinu. Þá vildu bæði lið fá vítaspyrnu en litháenski dómari leiksins gaf það ekki eftir. United er með fjögur stig í riðlinum eftir sigur í fyrstu umferðinni en Alkmaar tvö. Albert Guðmundsson gat ekki spilað með AZ vegna meiðsla. Evrópudeild UEFA
Manchester United tókst ekki að skora mark gegn AZ Alkmaar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. United átti ekki eitt skot á markrammann í leiknum og endaði hann í 0-0 jafntefli. Hvorugt lið gerði sig almennilega líklegt til þess að skora mark og niðurstaðan því þessi. Jesse Lingaard komst hvað næst því að skora í annars bragðdaufum leik en skot hans fór framhjá markinu. Þá vildu bæði lið fá vítaspyrnu en litháenski dómari leiksins gaf það ekki eftir. United er með fjögur stig í riðlinum eftir sigur í fyrstu umferðinni en Alkmaar tvö. Albert Guðmundsson gat ekki spilað með AZ vegna meiðsla.