Hörður og Arnór töpuðu heima fyrir Espanyol

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Magnússon og Arnór Sigurðsson.
Hörður Magnússon og Arnór Sigurðsson. vísir/getty
CSKA Moskva tapaði á heimavelli fyrir Espanyol í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir CSKA en náðu ekki að koma í veg fyrir 2-0 tap.

Mörk Espanyol skoruðu Wu Lei á 64. mínútu og Victor Campuzano á síðustu mínútu uppbótartímans.

CSKA fer ekki vel af stað í riðlakeppninni og er búið að tapa báðum leikjum sínum.

Wolverhampton Wanderers vann sterkan útisigur á Besiktas þar sem Willy Boly skoraði sigurmarkið, og eina mark leiksins, seint í uppbótartíma.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira