Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:44 Ewart fyrir utan Hæstarétt Bretlands í fyrra. Hann taldi þungunarrofslög á Norður-Írlandi stríða gegn mannréttindum en vísaði málinu frá af tæknilegum ástæðum. Vísir/EPA Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður. Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög um þungunarrof á Norður-Írlandi stangist á við skuldbindingar Bretlands í mannréttindamálum. Kona sem neitað var um þungunarrof höfðaði málið til að fá lögin felld úr gildi. Þungunarrof er aðeins heimilt á Norður-Írlandi þegar líf eða heilbrigði móður er í hættu. Engar undanþágur eru í tilfellum þar sem konu hefur verið nauðgað, hún verið fórnarlamb sifjaspells eða alvarlegra fósturgalla. Dómarinn í málinu sagðist þó ekki ætla að fella lögin úr gildi strax í ljósi þess að breska ríkisstjórnin hefur þegar boðað að þungunarrof verði lögleitt á Norður-Írlandi takist stjórnmálaflokkum þar ekki að mynda nýja heimastjórn fyrir 21. október, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sarah Ewart, konan sem höfðaði málið, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana vendipunkt fyrir konur í baráttu þeirra gegn „úreltum lögum“. Ewart var neitað um þungunarrof árið 2013 þrátt fyrir að læknar teldu að fóstrið ætti sér enga lífsvon utan móðurkviðs. Hún fór því til Englands til að gangast undir þungunarrof og hefur lýst því hvernig reynslan hafi valdið henni og fjölskyldu hennar enn frekara sálrænu áfalli og kostnaði. Andstæðingar þungunarrofs mótmæltu fyrir utan dómshúsið í Belfast og sögðu daginn „sorgardag“ fyrir Norður-Írland.Við það að missa heimastjórnina eftir áralanga stjórnarkreppu Þungunarrof var lögleitt á Englandi, í Wales og Skotlandi árið 1967 en það var aldrei leitt í lög á Norður-Írlandi sem hefur lengi vel verið íhaldssöm kristin þjóð. Stjórnarkeppa hefur ríkt á Norður-Írlandi í tæp þrjú. Flokkar sambandssinna og þjóðernissinna eru skikkaðir til að mynda saman heimastjórn en samstarf Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP) og Sinn Féin sprakk í loft upp í janúar árið 2017. Nái flokkarnir ekki saman um heimastjórn fyrir 21. október tekur breska ríkisstjórnin við skyldum heimastjórnarinnar. Hún hefur þegar samþykkt að lögleiða þungunarrof og hjónabönd samkynhneigðra nema sættir náist á Norður-Írlandi áður.
Bretland Mannréttindi Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17