Enski boltinn

„Sársaukafullt að horfa á Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lið Man. Utd í gær.
Lið Man. Utd í gær. vísir/getty
Michael Owen, fyrrum framherji Man. Utd og Liverpool sem og enska landsliðsins, segir að Ole Gunnar Solskjær hafi veikt Man. Utd með að losa sig við ákveðna leikmenn.

Man. Utd gerði markalaust jafntefli við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöld og eftir leikinn eru margar raddir sem líst ekki á blikuna hjá United.

Owen er einn af þeim en hann var í viðtali hjá BBC Radio 5 í  morgun.

„Það er sársaukafullt að horfa á Manchester United um þessar mundir. Við höfum verið að segja það í nokkur ár,“ sagði Michael Owen í þættinum í morgun.

„Það er orðið viðunandi ef Ole Gunnar Solskjær vinnur ekki titilinn. Hann hefur veikt liðið og mögulega ekki með ásettu ráði en hann hefur gert það.“





„Lukaku, Sanchez, Darmian og Herrera væru í hlutverkum hjá þeim núna og ef Lukaku væri heill þá er ég viss um að hann væri í liðinu núna. Svo það er búið að veikja liðið.“

„Hann er að taka skref aftur á bak til þess að vonast til að eftir einhvern tíman verði þetta svo nokkur skref fram á við,“ sagði Owen að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×