Boðið að fljúga aftur til Póllands eða redda sér sjálf á Egilsstöðum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 20:31 Tveimur vélum Wizz air var lent á Egilsstöðum í dag vegna veðurs í Keflavík. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/SOPA Images Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Farþegum í flugvél Wizz Air sem lenti á Egilsstöðum vegna veðurs var boðið að fljúga aftur til Krakár í Póllandi í kvöld. Þeim var sagt að yfirgæfu þeir vélina þyrftu þeir að bjarga sér sjálfir. Íslenskir farþegi sem ákvað að fara frá borði segir að meirihluti farþeganna hafi ákveðið að verða eftir á Egilsstöðum. Jórunn Edda Helgadóttir var enn inni í flugvélinni þegar Vísir náði tali af henni á áttunda tímanum í kvöld. Vél Wizz air frá Kraká hafði þá verið lent á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík. Hún segir að farþegum hafi verið sagt yfir kallkerfið að þeir hefðu val um að fljúga aftur til Krakár, um fjögurra og hálfs tíma flugleið. Þar gætu þeir fengið hótelgistingu eina nótt og valið sér miða frá hvaða borg í Póllandi sem er næstu daga. Færu þeir úr vélinni hins vegar þyrftu þeir að sjá um sig sálfir. Sjálf gerði Jórunn ráðstafanir og ákvað að fara úr vélinni. Hún segir að flestir farþegarnir, sem hún áætlar að hafi verið rúmlega tvö hundruð, hafi hins vegar ekki verið íslenskir og því átt erfiðara með að finna út úr hlutunum en hún. Þá hafi þeir haft takmarkað ráðrúm til að gera upp hug sinn. „Það eru ekki góðir valmöguleikar í stöðunni,“ segir hún. Á meðan Jórunn ræddi við Vísi fór hún úr vélinni og sagði að stór hluti farþeganna hafi fylgt henni út. Samkvæmt upplýsingum Isavia fyrr í kvöld lentu tvær vélar Wizz Air á Egilsstöðum. Fjöldi farþega sat fastur í vélum á Keflavík þar sem landgöngubrýr eru ekki í notkun vegna veðurs.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira