Sjálfboðaliðar á biðlista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2019 15:00 "Nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli, það sýna rannsóknir.“ segir Helga Sif. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent