Sjálfboðaliðar á biðlista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2019 15:00 "Nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli, það sýna rannsóknir.“ segir Helga Sif. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Verkefnið Frú Ragnheiður er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík. Það hefur nú verið rekið í tíu ár á höfuðborgarsvæðinu og unnið að því að bæta heilsu vímuefnasjúklinga sem sprauta sig í æð. Það er meðal annars gert með því að keyra um daglega og sinna nálaskiptum og heilsugæslu hjá þessum hópi. Helga Sif Friðjónsdóttir er faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar. Hún er með doktorsgráðu í geðhjúkrun með áherslu á fólk í vímuefna- og geðvanda. „Ég er búin að vera tengd Frú Ragnheiði frá upphafi, tók þátt í að móta hugmyndina og koma verkefninu af stað og er enn að hjálpa til eftir þörfum,“ segir hún. „Svala Jóhannesdóttur er verkefnastýra og nú erum við komin með hjúkrunarfræðing í 100% vinnu sem heitir Elísabet. Ásamt Marín, forstöðumanni hjá Rauða krossinum í Reykjavík, berum við ábyrgð á hinu faglega starfi. En það eru sjálfboðaliðar sem sinna vöktunum á bílnum. Þetta er eitt vinsælasta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins. Yfirleitt eru 60-80 á skrá á hverjum tíma og þar er bara eðlileg velta. En nánast alltaf er biðlisti yfir þá sem vilja taka þátt.“ Helga Sif segir þrjá á vakt í einu, hjúkrunarfræðing, bílstjóra og sérþjálfaðan starfsmann í skaðaminnkun fyrir sprautufíkla. „Svo er læknir á bakvakt hjá okkur, hjúkrunarfræðingurinn hefur samband við hann eftir þörfum og við leysum út sýklalyf ef læknirinn telur þörf á þannig meðferð. Svo hjálpumst við öll að við að hjálpa einstaklingunum að muna eftir að taka lyfin og aðstoðum þá þar sem þeir eru staddir, sem getur verið í Konukoti, Gistiskýlinu og víðar.“ Tæplega 40 manns hafa lokið sýklalyfjameðferð hjá Frú Ragnheiði og það telur Helga Sif gott. „Fólk í þessari stöðu dregur svo oft að leita sér hjálpar þar til í óefni er komið. Hópurinn sem við þjónum er jaðarsettur og nærþjónusta á vettvangi skiptir sprautusjúklinga miklu máli. Allar rannsóknir sýna að hún er árangursrík leið til að bæta heilsu sjúklingsins.“ Bíll Frú Ragnheiðar ekur um öll kvöld, nema laugardagskvöld, frá 18 til 21. „Við erum með fasta viðkomustaði sem eru skráðir á heimasíðunni okkar. Þar er líka símanúmerið okkar svo fólk getur alltaf hringt og við stoppum þar sem hentar, afhendum þann búnað sem þarf og eigum stuðningssamtöl.“ Helga Sif viðurkennir að það sé merkilegur áfangi að þetta verkefni skuli vera orðið tíu ára. Hún segir það í raun alltaf vera að vaxa. „Fólkið sem sækir til okkar treystir sjálfboðaliðunum og verkefninu í heild.“ Hún kveðst ekki hafa á tilfinningunni að hópurinn sem þarfnast aðstoðar Frú Ragnheiðar hafi stækkað á þessum tíu árum. Hins vegar sé þjónustan að ná til stærri og stærri hluta hans. En ætlar Frú Ragnheiður að halda upp á daginn á morgun? „Já, það er planið. Það verður væntanlega kökuboð, bæði fyrir skjólstæðinga og sjálfboðaliða í höfuðstöðvum Rauða krossins uppi í Efstaleiti,“ svarar Helga Sif og heldur áfram: „Ég er alltaf jafn auðmjúk yfir því hvað við erum með góða sjálfboðaliða. Þeir ganga í allt mögulegt, sækja vörur, sjá um viðhald á bílnum og halda utan um hjúkrunarlagerinn. Hlutverkin eru fjölbreytt og hver og einn leggur fram sína hæfni og krafta.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira