Yfir hundrað manns létu lífið í blóðugum mótmælum í Írak Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 07:15 Í það minnsta hundrað og fjórir hafa látið lífið í blóðugum mótmælum Írak á innan við viku. Nordicphotos/Getty Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira