Aðgát í nærveru frétta Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. október 2019 07:00 Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í gamla daga, þegar maður var patti, var fullorðna fólkið endalaust að hlusta eða horfa á fréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á fréttirnar þá var það að hlusta á veðurfréttirnar. Og ef það var ekki að hlusta á veðurfréttir þá dánarfréttir. Og jarðarfarir. Og tíðindi af skipakomum. Kvöldfréttatímarnir voru heilagastir. Manni var gert að hafa sig hægan við matarborðið á meðan alvörugefinn þulur reifaði tíðindi dagsins og lágmæltir viðmælendur sögðu álit sitt á stöðu málanna eða sökudólgar í uppnámi freistuðu þess hraðmæltir að snúa vörn í sókn. Fréttastefið gamla hljómar enn í huganum, eins og bergmál frá horfnum tíma. Ég mun alltaf geta raulað það. Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði síðasta stef ið sem ég raulaði fyrir munni mér þegar ég geng gráhærður og tannlaus út í mannskætt óveður hamfarahlýnunar árið 2072, hundrað ára gamall, til að deyja. Öll kvöld. Alltaf. Í fréttum er þetta helst. Horfur slæmar fyrir botni Miðjarðarhafs. Afli línubáta með lakara móti. Líkur á djúpum haustlægðum. Smygl afhjúpað. Fyrirtæki gjaldþrota. Drykkja í miðbænum. Viðhaldi bygginga ábótavant. Óværa í trjágróðri. Verkfallsaðgerðir. Launaskrið. Verg þjóðarframleiðsla. Gjaldeyrisvaraforði. Erjur. Vandi. Stríð.Breytt samband við bölið Á síðari tímum hef ég velt því fyrir mér hvaða áhrif þessi þáttur mannlífsins hefur haft á hugmyndir mínar um veröldina. Á hverjum degi lífsins — ekki síst á mótunarárum — hefur mér sem sagt skilmerkilega verið sagt frá því sem af laga hefur farið í heiminum hverju sinni, hörmungum sem eiga sér stað, glæpum, voðaverkum, mistökum manna og svimandi erfiðleikum. Á hverjum degi lífsins hefur beðið mín dagskammtur af böli. Fyrir nokkru áttaði ég mig reyndar á því að samband mitt við fréttir hefur breyst mjög. Ég geri ráð fyrir að sama gildi um marga aðra. Netið kom. Maður fór að sjá fyrirsagnirnar hér og þar, í tölvunni og í símanum. Það nægði. Maður getur rennt yfir þær hvenær sem er. Ég hætti að hlusta og horfa á fréttir í útvarpi og sjónvarpi fyrir nokkuð löngu síðan. Ég uppgötvaði að þetta hafði góð áhrif á sálarlíf ið. Betri stjórn á því hvernig bölið dynur á manni, með vaxandi notkun netmiðla, hefur reynst mikilvæg. Maður getur valið betur stað og stund. Ákveðið að lesa sumt en skauta yfir annað. Stundum hefur það gerst að ég hef verið í aðstæðum þar sem kvöldfréttatímar hinnar línulegu dagskrár eru í gangi. Ég hef sest niður og horft eins og í gamla daga. Þá f inn ég hvernig þyrmir yfir mig. Þyngslin aukast. Gott ef ég fer ekki að ofanda. Von fjarar út. Blik augna minna deyr. Ég hreinlega get ekki lengur setið og hlustað á svona þungbrýnt fólk segja mér frá því í einni romsu hverjir eru að rífast í dag, hvar hörmungar eiga sér stað og hverjir eru ekki að standa sig. Fréttatíminn hefur orðið mér bölstundin. Voðaverkatíðindi. Hörmungasögur. Ég sneiði því almennt hjá fréttatímum, nema þegar eitthvað rosalegt er að gerast.Punkturinn Ekki er við fréttafólk að sakast. Það sinnir hlutverki sínu almennt, held ég, eftir bestu getu og reynir að mæta fréttaþörf landsmanna. Og það slær jafnvel á létta strengi. En það er þetta með áhrifin til langs tíma. Hugarheimur verður til í hinu stórvarasama samneyti við daglegar fréttir. Hér er dæmi: Fréttir — og auðvitað ýmislegt annað líka, eins og bíómyndir — hafa á ævi minni innrætt mér þá djúpstæðu skoðun, að heimurinn sé hættulegur. Nema hvað. Hann er jú fullur af glæpum. Á ferðum mínum með fjölskyldu minni á fyrri hluta árs um lönd sem jafnvel hafa talist með þeim hættulegustu í heimi uppgötvaði ég hins vegar hversu einföld og yfirborðsleg þessi mynd er. Auðvitað eru fávitar til, en við sáum hins vegar ekki betur en að heimurinn væri almennt fallegur og fólkið gott. Við uppgötvuðum að fréttirnar af illskunni voru áratugagamlar. Þær stóðu hins vegar óleiðréttar í huganum og skutu þar djúpum rótum ranghugmynda. Ja, hérna, hugsaði ég. Rosalega hefur maður bögglast með brenglaða heimsmynd. Punkturinn? Jú, vegna þessara pælinga og upplifunar undanfarið f innst mér ég skilja betur af hverju heilu samfélögin — rótgróin lýðræðisríki jafnvel — eru á haus þessi árin út af alls konar misskilningi og rugli. Ég held að hér á landi haf i fréttir að mestu verið sannleikanum samkvæmar. Þær hafa verið unnar faglega og fluttar af vel meinandi fólki. Samt hafa þær náð að fokka í mér á löngum tíma. Ímyndum okkur þá hvað hefur orðið um fólk sem hefur mátt búa við fréttir um langt skeið sem hafa meira eða minna verið uppspuni frá rótum, eins og í Bretlandi? Er furða að allt sé á hvolfi?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar