Allar tilfinningar barna eiga rétt á sér Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2019 09:00 Kristín Maríella Friðjónsdóttir gefur út sýna fyrstu barnabók á tveimur tungumálum. Aðsend mynd „Í raun og veru má segja að það sem ég brenn mest fyrir þegar kemur að uppeldi reyndi ég að fjalla um í þessari fyrstu bók minni. Þessi bók er bara einfaldlega hjarta mitt bundið inn í eitt stykki bók,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hún er að gefa út barnabókina Stundum græt ég / Stundum hlæ ég. Kristín Maríella hefur vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um RIE uppeldisaðferðina og hefur haldið fjölda námskeiða hér á landi. RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem byggir á virðingu og trausti. „Það er satt að segja búið að vera ótrúleg reynsla að gefa þessa bók út. Bókin kom til mín fyrir um 18 mánuðum á stofugólfinu heima þar sem ég var að fylgjast með börnunum mínum leika. Þarna var ég vissulega búin að ganga með það í þó nokkurn tíma að skrifa bók um tilfinningar og var með ákveðnar hugmyndir hvað mig langaði að bókin fjallaði um en það var eins og sögurnar einfaldlega streymdu út á þessu ákveðna augnabliki og ég gat ekki annað en tekið næsta auða blað sem ég sá og skrifað með einhverri ótrúlegri hraðskrift það sem kom þarna til mín. Ég á ennþá þetta blað og það er í raun ótrúlegt hvað bókin ef búin að breytast lítið frá fyrstu mynd,“ segir Kristín Maríella í samtali við Vísi.Kápa fyrstu barnabókar Kristínar Maríellu.Aðsend mynd„Núna síðustu mánuði er ég síðan eiginlega mest búin að læra hvað þetta er ótrúlega mikil og flókin vinna. Við ákváðum að gefa bókina sjálf út og það er í raun maðurinn minn Orri Helgason sem steig inn í hlutverk útgefanda og er búin að vinna ótrúlega vinnu í kringum bókina. Það er ekkert grín að vera staddur á Balí og gefa út sína fyrstu bók á tveimur tungumálum og bjóða upp á sendingu um allan heim. Ég hefði einfaldlega aldrei getað gert þetta ef það væri ekki fyrir hann. Við erum mjög gott teymi.“Draumurinn orðinn að veruleika Kristín Maríella býr á Bali ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, hún heldur úti bloggsíðunni Respectful mom og Instagram síðu undir sama nafni. Þar deilir hún sínum ráðum og hugleiðingum tengdu RIE uppeldi. „Lífið á Balí er bara alveg yndislegt. Nú erum við búin að búa á Balí í rúmt ár en þar á undan bjuggum við í Singapúr í um fimm ár. Það er stutt á milli Singapúr og Balí og við flugum mikið hingað frá Singapúr þegar við bjuggum þar. Okkur hefur alltaf langað til að eiga heima á Balí, alveg síðan við ferðuðumst hingað fyrst þannig að það má með sanni segja að draumur okkar sé orðin að veruleika. Ylfa stelpan okar byrjaði í dásamlegum alþjóðlegum skóla hér núna í haust en stefna skólans rímar alveg einstaklega vel við það sem við Orri reynum að tileinka okkur í uppeldinu heima fyrir. Núna erum við að byggja okkur hús hér á Balí sem við stefnum á að flytja inn í lok nóvember þannig að það má aldeilis segja að við séum að koma okkur vel fyrir hér í hitabeltinu.“ Kristín Maríella byggir nú draumahúsið sitt á Balí og líður fjölskyldunni ótrúlega vel.Aðsend myndMikilvægt að setja skýr mörk „Þetta er barnabók um tilfinningar. Ég vildi þó ekki aðeins að skrifa barnabók sem fjallaði um tilfinningar heldur bók þar sem tilfinningar eru viðurkenndar og virtar. Sjálfa langaði mig svo að geta lesið bók fyrir börnin mín þar sem tengslamyndandi samskiptamynstri og heilbrigðu viðhorfi til tilfinninga væri miðlað til mín og barnanna minna.“ Bókin er prentuð í takmörkuðu upplagi og verður gefin út á tveimur tungumálum, á ensku og á íslensku. Kristín segir að bókin sé ekki aðeins skrifuð fyrir börn heldur einnig fyrir foreldra og aðstandendur. „Stundum græt ég / Stundum hlæ ég“ er í raun líka hugsuð sem einskonar handbók fyrir foreldra. „Því í sögunni er fjallað um hvernig hægt er að viðurkenna stórar tilfinningar barna og setja skýr mörk með virðingu fyrir tilfinningum, á sama tíma. Bókin er með tveimur kápum og hægt er að lesa hana frá hvorri hlið fyrir sig. Uppsetning bókarinnar er táknræn en þar eru sagðar tvær sögur frá sitthvorri hliðinni og þær mætast síðan í miðri bók. Fjallað er um báða enda tilfinningarófs okkar og andstæðar tilfinningar og tjáning þeirra skoðuð frá ýmsum hliðum.“Bókin kemur bæði út á íslensku og ensku.Hugarfarsbreyting foreldra Í bókinni er ekki gert upp á milli hláturs og gráturs heldur er fjallað um hvora tjáningu fyrir sig á hlutlausan hátt. „Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þær jákvæðu sem og þær neikvæðu, og tjáning þeirra á alltaf að fá rými, skilning og samkennd. Þetta eru skilaboð sem ég brenn fyrir og þau eru að mínu mati ein allra mikilvægasta hugarfarsbreyting sem við foreldrar og aðstandendur getum tileinkað okkur þegar kemur að því að styðja við þroska á heilbrigðri tilfinningagreind og góðu tilfinningalegu jafnvægi barna.“ Hægt er að forpanta bókina en hún verður ekki send út fyrr en í nóvember. Kristín Maríella segir að hún hafi lengi hugsað um að skrifa barnabók um tilfinningar og er ótrúlega stolt af útkomunni. Kristín Maríella og Una stefna á að gefa út fleiri bækur á næstunni.Aðsend myndLangar að gera bókaseríu Una Lorenzen myndskreytti bókina og stefna þær á að vinna mikið saman í framtíðinni. „Una og systir mín Áslaug Íris Katrín, myndlistakona, hafa verið miklar vinkonur síðan þær kynntust fyrst í MH og fóru svo á svipuðum tíma í gegnum Listaháskólann. Ég hef þess vegna þekkt Unu í gegnum hana í lengri tíma en það var einmitt Áslaug systir sem hafði orð á því hvort ég ætti ekki að heyra í Unu upp á að myndskreyta bókina. Una er búin að búa í Montreal í Kanada í mörg ár og hefur unnið þar fyrst og fremst sem „animator“ ásamt því að vinna að myndlist og kvikmyndagerð og er hún með ótrúlega víðtæka og mikla reynslu að baki.“ Kristín Maríella var sjálf með frekar ákveðnar hugmyndir um stemninguna sem hún vildi hafa í myndunum. Í fyrstu voru þær því ekki vissar hvort stíll Unu myndi passa við þær hugmyndir. „En um leið og ég fékk fyrstu prufu í hendurnar frá henni vissi ég að þarna var komið „match made in heaven.“ Þetta var einfaldlega akkúrat það sem ég var að leita að, og í raun enn betra en ég hefði getað ímyndað mér. Samstarfið gekk alveg ótrúlega vel fyrir sig, við tengdum svo sterkt í gegnum þetta ferli og ég verð að segja að túlkun Unu á sögunni og hugmyndafræðinni sem liggur að baki er einfaldlega alveg ótrúleg. Þvílíkt meistaraverk sem þessar myndir eru.“ Viðbrögðin við þessu verkefni hafa verið mjög góð og hefur Kristín Maríella sagt frá bókinni og hugsuninni á bak við hana á samfélagsmiðlum sínum. „Við Una ætlum að halda samstarfinu áfram og ég er byrjuð að skrifa næstu bók í því sem verður vonandi nokkurra bóka sería. Það eru því spennandi tímar framundan.“ Maður hættir aldrei að læra Algengasta spurning sem Kristín Maríella fær frá foreldrum er um það hvernig sé eiginlega hægt að ala upp börn án þess að refsa eða skamma. „Og hvort það þýði þá að börn fái að leika lausum hala og séu ekki sett mörk. Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega, nei alls ekki. Með þessari nálgun er lögð mikið áhersla á að setja skýr mörk en mörkin eru sett með samkennd og skilning á sama tíma.“RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem byggir á virðingu og trausti.Aðsend myndKristín Maríella segir að fyrsta skrefið fyrir foreldra sem vilja koma RIE inn í uppeldið sitt, sé að byrja að lesa sér til og kynna sér málið vel. „Velja sér eins og eina góða uppeldisbók sem rímar við þessa nálgun og finna það svo með sjálfum sér hvaða atriði maður er að tengja við og hreifir við manni. Það skiptir svo miklu máli að trúa á það sem maður ætlar að tileinka sér þannig að fyrst þarf maður að finna það í sínum eigin kjarna að þarna sé eitthvað sem maður virkilega tengir við. Þessi nálgun er heill heimur út af fyrir sig og maður hættir aldrei að læra, þannig að vera opin fyrir því að byrja að endurhugsa hlutina er líka gríðarlega mikilvægt.“ Hún segir að kjarninn í hugmyndafræðinni sé í rauninni fyrst og fremst að vera sjálfur tilbúinn að fara af stað í sjálfsskoðun og sjálfsvinnu. „Það að halda speglinum sífellt á lofti og skoða hvernig við getum bætt okkur í samskiptum við börnin okkar er í raun og veru það sem RIE gengur út á, að horfa inn á við og vinna í okkur sjálfum. Því það hvernig við bregðumst við börnunum okkar hefur oftast minnst að gera með börnin okkar og mest að gera með okkur sjálf og okkar sögu. Að einblína í raun á að ala okkur sjálf upp frekar en endilega að ala börnin okkar upp, það er að mínu mati mikilvægasta verkefni sem við fáum sem foreldrar.“ Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Viðtal Tengdar fréttir Rosalega stórt og flott tækifæri Kristín Maríella Friðjónsdóttir, eigandi Twin Within, gerir það gott í Singapúr. 17. apríl 2015 10:45 Uppeldisaðferðin RIE hefur slegið í gegn Uppeldisaðferðin RIE eða virðingarríkt tengslauppeldi hefur slegið í gegn meðal foreldra á Íslandi undanfarna mánuði en hún gengur meðal annars út á frjálsan leik barna. Í dag var opnaður ævintýraleikvöllur undir áhrifum hennar en þangað mætti fjöldi barna sem léku sér við efnivið á borð við spítur, pappakassa og klósettrúllur. 20. janúar 2018 20:00 Listin að koma illa fyrir og gera mistök Mistök eru mikilvæg og við gerum alls ekki nóg af þeim. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur, Pálmar Ragnarsson þjálfari,Kristín Maríella Friðjónsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður velta fyrir sér tilgangi og eðli mistaka. 24. júní 2017 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
„Í raun og veru má segja að það sem ég brenn mest fyrir þegar kemur að uppeldi reyndi ég að fjalla um í þessari fyrstu bók minni. Þessi bók er bara einfaldlega hjarta mitt bundið inn í eitt stykki bók,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hún er að gefa út barnabókina Stundum græt ég / Stundum hlæ ég. Kristín Maríella hefur vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um RIE uppeldisaðferðina og hefur haldið fjölda námskeiða hér á landi. RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem byggir á virðingu og trausti. „Það er satt að segja búið að vera ótrúleg reynsla að gefa þessa bók út. Bókin kom til mín fyrir um 18 mánuðum á stofugólfinu heima þar sem ég var að fylgjast með börnunum mínum leika. Þarna var ég vissulega búin að ganga með það í þó nokkurn tíma að skrifa bók um tilfinningar og var með ákveðnar hugmyndir hvað mig langaði að bókin fjallaði um en það var eins og sögurnar einfaldlega streymdu út á þessu ákveðna augnabliki og ég gat ekki annað en tekið næsta auða blað sem ég sá og skrifað með einhverri ótrúlegri hraðskrift það sem kom þarna til mín. Ég á ennþá þetta blað og það er í raun ótrúlegt hvað bókin ef búin að breytast lítið frá fyrstu mynd,“ segir Kristín Maríella í samtali við Vísi.Kápa fyrstu barnabókar Kristínar Maríellu.Aðsend mynd„Núna síðustu mánuði er ég síðan eiginlega mest búin að læra hvað þetta er ótrúlega mikil og flókin vinna. Við ákváðum að gefa bókina sjálf út og það er í raun maðurinn minn Orri Helgason sem steig inn í hlutverk útgefanda og er búin að vinna ótrúlega vinnu í kringum bókina. Það er ekkert grín að vera staddur á Balí og gefa út sína fyrstu bók á tveimur tungumálum og bjóða upp á sendingu um allan heim. Ég hefði einfaldlega aldrei getað gert þetta ef það væri ekki fyrir hann. Við erum mjög gott teymi.“Draumurinn orðinn að veruleika Kristín Maríella býr á Bali ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, hún heldur úti bloggsíðunni Respectful mom og Instagram síðu undir sama nafni. Þar deilir hún sínum ráðum og hugleiðingum tengdu RIE uppeldi. „Lífið á Balí er bara alveg yndislegt. Nú erum við búin að búa á Balí í rúmt ár en þar á undan bjuggum við í Singapúr í um fimm ár. Það er stutt á milli Singapúr og Balí og við flugum mikið hingað frá Singapúr þegar við bjuggum þar. Okkur hefur alltaf langað til að eiga heima á Balí, alveg síðan við ferðuðumst hingað fyrst þannig að það má með sanni segja að draumur okkar sé orðin að veruleika. Ylfa stelpan okar byrjaði í dásamlegum alþjóðlegum skóla hér núna í haust en stefna skólans rímar alveg einstaklega vel við það sem við Orri reynum að tileinka okkur í uppeldinu heima fyrir. Núna erum við að byggja okkur hús hér á Balí sem við stefnum á að flytja inn í lok nóvember þannig að það má aldeilis segja að við séum að koma okkur vel fyrir hér í hitabeltinu.“ Kristín Maríella byggir nú draumahúsið sitt á Balí og líður fjölskyldunni ótrúlega vel.Aðsend myndMikilvægt að setja skýr mörk „Þetta er barnabók um tilfinningar. Ég vildi þó ekki aðeins að skrifa barnabók sem fjallaði um tilfinningar heldur bók þar sem tilfinningar eru viðurkenndar og virtar. Sjálfa langaði mig svo að geta lesið bók fyrir börnin mín þar sem tengslamyndandi samskiptamynstri og heilbrigðu viðhorfi til tilfinninga væri miðlað til mín og barnanna minna.“ Bókin er prentuð í takmörkuðu upplagi og verður gefin út á tveimur tungumálum, á ensku og á íslensku. Kristín segir að bókin sé ekki aðeins skrifuð fyrir börn heldur einnig fyrir foreldra og aðstandendur. „Stundum græt ég / Stundum hlæ ég“ er í raun líka hugsuð sem einskonar handbók fyrir foreldra. „Því í sögunni er fjallað um hvernig hægt er að viðurkenna stórar tilfinningar barna og setja skýr mörk með virðingu fyrir tilfinningum, á sama tíma. Bókin er með tveimur kápum og hægt er að lesa hana frá hvorri hlið fyrir sig. Uppsetning bókarinnar er táknræn en þar eru sagðar tvær sögur frá sitthvorri hliðinni og þær mætast síðan í miðri bók. Fjallað er um báða enda tilfinningarófs okkar og andstæðar tilfinningar og tjáning þeirra skoðuð frá ýmsum hliðum.“Bókin kemur bæði út á íslensku og ensku.Hugarfarsbreyting foreldra Í bókinni er ekki gert upp á milli hláturs og gráturs heldur er fjallað um hvora tjáningu fyrir sig á hlutlausan hátt. „Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þær jákvæðu sem og þær neikvæðu, og tjáning þeirra á alltaf að fá rými, skilning og samkennd. Þetta eru skilaboð sem ég brenn fyrir og þau eru að mínu mati ein allra mikilvægasta hugarfarsbreyting sem við foreldrar og aðstandendur getum tileinkað okkur þegar kemur að því að styðja við þroska á heilbrigðri tilfinningagreind og góðu tilfinningalegu jafnvægi barna.“ Hægt er að forpanta bókina en hún verður ekki send út fyrr en í nóvember. Kristín Maríella segir að hún hafi lengi hugsað um að skrifa barnabók um tilfinningar og er ótrúlega stolt af útkomunni. Kristín Maríella og Una stefna á að gefa út fleiri bækur á næstunni.Aðsend myndLangar að gera bókaseríu Una Lorenzen myndskreytti bókina og stefna þær á að vinna mikið saman í framtíðinni. „Una og systir mín Áslaug Íris Katrín, myndlistakona, hafa verið miklar vinkonur síðan þær kynntust fyrst í MH og fóru svo á svipuðum tíma í gegnum Listaháskólann. Ég hef þess vegna þekkt Unu í gegnum hana í lengri tíma en það var einmitt Áslaug systir sem hafði orð á því hvort ég ætti ekki að heyra í Unu upp á að myndskreyta bókina. Una er búin að búa í Montreal í Kanada í mörg ár og hefur unnið þar fyrst og fremst sem „animator“ ásamt því að vinna að myndlist og kvikmyndagerð og er hún með ótrúlega víðtæka og mikla reynslu að baki.“ Kristín Maríella var sjálf með frekar ákveðnar hugmyndir um stemninguna sem hún vildi hafa í myndunum. Í fyrstu voru þær því ekki vissar hvort stíll Unu myndi passa við þær hugmyndir. „En um leið og ég fékk fyrstu prufu í hendurnar frá henni vissi ég að þarna var komið „match made in heaven.“ Þetta var einfaldlega akkúrat það sem ég var að leita að, og í raun enn betra en ég hefði getað ímyndað mér. Samstarfið gekk alveg ótrúlega vel fyrir sig, við tengdum svo sterkt í gegnum þetta ferli og ég verð að segja að túlkun Unu á sögunni og hugmyndafræðinni sem liggur að baki er einfaldlega alveg ótrúleg. Þvílíkt meistaraverk sem þessar myndir eru.“ Viðbrögðin við þessu verkefni hafa verið mjög góð og hefur Kristín Maríella sagt frá bókinni og hugsuninni á bak við hana á samfélagsmiðlum sínum. „Við Una ætlum að halda samstarfinu áfram og ég er byrjuð að skrifa næstu bók í því sem verður vonandi nokkurra bóka sería. Það eru því spennandi tímar framundan.“ Maður hættir aldrei að læra Algengasta spurning sem Kristín Maríella fær frá foreldrum er um það hvernig sé eiginlega hægt að ala upp börn án þess að refsa eða skamma. „Og hvort það þýði þá að börn fái að leika lausum hala og séu ekki sett mörk. Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega, nei alls ekki. Með þessari nálgun er lögð mikið áhersla á að setja skýr mörk en mörkin eru sett með samkennd og skilning á sama tíma.“RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem byggir á virðingu og trausti.Aðsend myndKristín Maríella segir að fyrsta skrefið fyrir foreldra sem vilja koma RIE inn í uppeldið sitt, sé að byrja að lesa sér til og kynna sér málið vel. „Velja sér eins og eina góða uppeldisbók sem rímar við þessa nálgun og finna það svo með sjálfum sér hvaða atriði maður er að tengja við og hreifir við manni. Það skiptir svo miklu máli að trúa á það sem maður ætlar að tileinka sér þannig að fyrst þarf maður að finna það í sínum eigin kjarna að þarna sé eitthvað sem maður virkilega tengir við. Þessi nálgun er heill heimur út af fyrir sig og maður hættir aldrei að læra, þannig að vera opin fyrir því að byrja að endurhugsa hlutina er líka gríðarlega mikilvægt.“ Hún segir að kjarninn í hugmyndafræðinni sé í rauninni fyrst og fremst að vera sjálfur tilbúinn að fara af stað í sjálfsskoðun og sjálfsvinnu. „Það að halda speglinum sífellt á lofti og skoða hvernig við getum bætt okkur í samskiptum við börnin okkar er í raun og veru það sem RIE gengur út á, að horfa inn á við og vinna í okkur sjálfum. Því það hvernig við bregðumst við börnunum okkar hefur oftast minnst að gera með börnin okkar og mest að gera með okkur sjálf og okkar sögu. Að einblína í raun á að ala okkur sjálf upp frekar en endilega að ala börnin okkar upp, það er að mínu mati mikilvægasta verkefni sem við fáum sem foreldrar.“
Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Viðtal Tengdar fréttir Rosalega stórt og flott tækifæri Kristín Maríella Friðjónsdóttir, eigandi Twin Within, gerir það gott í Singapúr. 17. apríl 2015 10:45 Uppeldisaðferðin RIE hefur slegið í gegn Uppeldisaðferðin RIE eða virðingarríkt tengslauppeldi hefur slegið í gegn meðal foreldra á Íslandi undanfarna mánuði en hún gengur meðal annars út á frjálsan leik barna. Í dag var opnaður ævintýraleikvöllur undir áhrifum hennar en þangað mætti fjöldi barna sem léku sér við efnivið á borð við spítur, pappakassa og klósettrúllur. 20. janúar 2018 20:00 Listin að koma illa fyrir og gera mistök Mistök eru mikilvæg og við gerum alls ekki nóg af þeim. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur, Pálmar Ragnarsson þjálfari,Kristín Maríella Friðjónsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður velta fyrir sér tilgangi og eðli mistaka. 24. júní 2017 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Rosalega stórt og flott tækifæri Kristín Maríella Friðjónsdóttir, eigandi Twin Within, gerir það gott í Singapúr. 17. apríl 2015 10:45
Uppeldisaðferðin RIE hefur slegið í gegn Uppeldisaðferðin RIE eða virðingarríkt tengslauppeldi hefur slegið í gegn meðal foreldra á Íslandi undanfarna mánuði en hún gengur meðal annars út á frjálsan leik barna. Í dag var opnaður ævintýraleikvöllur undir áhrifum hennar en þangað mætti fjöldi barna sem léku sér við efnivið á borð við spítur, pappakassa og klósettrúllur. 20. janúar 2018 20:00
Listin að koma illa fyrir og gera mistök Mistök eru mikilvæg og við gerum alls ekki nóg af þeim. Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur, Pálmar Ragnarsson þjálfari,Kristín Maríella Friðjónsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir listamaður velta fyrir sér tilgangi og eðli mistaka. 24. júní 2017 10:00