Útboðsstefnan þarfnast endurskoðunar Unnur Pétursdóttir skrifar 7. október 2019 16:23 Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á haustdögum hefur verið talsverður titringur innan stéttar sjúkraþjálfara og skjólstæðinga þeirra vegna útboðs Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á þjónustu sjúkraþjálfara á höfuðborgarsvæðinu. Útboðið er byggt á lögum um opinber innkaup frá árinu 2016, en sjúkraþjálfurum var ekki tilkynnt um framkvæmd útboðsins fyrr en í lok ágústmánaðar. Útboðsfrestur var til 17. október. Mikil óánægja hefur verið í röðum sjúkraþjálfara en jafnframt samstaða um að leita lausna til framtíðar. Þess vegna er fagnaðarefni að SÍ hafi nú tekið þá ákvörðun að lengja útboðsfrestinn fram yfir áramót, eða til 15. janúar 2020. Þannig gefst svigrúm til að fara yfir mikilvæga þætti málsins, þar á meðal atriði sem hafa valdið sjúkraþjálfurum og skjólstæðingum þeirra verulegum áhyggjum. Það ætti öllum að vera ljóst að eitt það mikilvægasta í meðferð langvinnra sjúkdóma og fötlunar er samfella í þjónustu. Að ætla heilbrigðisstarfsfólki að tjalda til þriggja ára í senn, og geta svo ekki tryggt skjólstæðingum áframhaldandi þjónustu því nýtt útboð sé væntanlegt, er afar skaðlegt fyrir slík meðferðarsambönd. Hætta er á að tjón einstaklinga og samfélags verði mikið. Samkvæmt útboðsgögnum er ekkert mat lagt á gæði umfram lágmarkskröfur. Það er áhyggjuefni fyrir bæði fagið og skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar sem sinnt hafa göngudeildarþjónustu á hjúkrunarheimilum munu ekki uppfylla útboðsskilyrði og því hætt við að þjónustan muni leggjast af. Ekki virðist gert ráð fyrir að nemar í sjúkraþjálfun geti lengur fengið þjálfun á starfsstofum sjúkraþjálfara. Fari svo er um að ræða mikla afturför í klínískri kennslu nema í sjúkraþjálfun. Þá er ekki tekið tillit til þess í útboðslýsingu að húsnæðiskostnaður er misjafn eftir staðsetningu innan höfuðborgarsvæðis. Ef ekki verður gerð breyting á því er líklegt að sjúkraþjálfunarstöðvar hrekjist út á jaðra svæðisins og aðgengi fyrir marga versnar til muna. Mörgum fleiri spurningum sjúkraþjálfara er enn ósvarað. Nú gefst tækifæri til að fara vel yfir þessi mál og gera betur. Ekki síst er mikilvægt að alþingismenn íhugi stöðuna og velti fyrir sér hvort þetta sé það sem þeir vilja. Viljum við heilbrigðiskerfi sem byggt er á útboðum? Af hverju fóru lögin um opinber innkaup aldrei til velferðarnefndar Alþingis? Var ef til vill ekki vakin athygli á því að lögin ná ekki aðeins yfir hluti heldur fólk? Er búið að fara í gegnum það hvort verið sé að fara óþarflega íþyngjandi leið í litlu landi? Við þurfum að fá svör við þessum spurningum.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar