Sport

Biles sigursælust í sögu HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Simone Biles er aðeins 22 ára gömul
Simone Biles er aðeins 22 ára gömul vísir/getty
Simone Biles er orðin sigursælasta fimleikakonan á HM í sögunni eftir að hafa unnið til verðlauna með bandaríska liðinu á HM í Stutgart í dag.

Biles vann til sinna 21. verðlauna á HM þegar bandaríska liðið vann liðakeppnina örugglega. Rússar urðu í öðru sæti og Ítalir tóku bronsið nokkuð óvænt.

Aldrei áður hefur einni og sömu fimleikakonunni tekist að vinna til svo margra verðlauna á heimsmeistaramóti. Þetta var einnig 15. heimsmeistaratitill Biles.

„Ég hugsa aldrei um met, ég fer bara út á gólfið og geri það sem ég kom til þess að gera,“ sagði Biles.

„Á hverju ári verður þetta betra og betra því við erum sífellt að bæta við það sem við skiljum eftir okkur.“

Biles bætti met hinnar rússnesku Svetlana Khorinka, en hún náði níu gullverðlaunum, átta silfur og þrem bronsverðlaunum á sínum ferli.

Biles þarf aðeins þrenn verðlaun til viðbótar til þess að bæta met Vitaly Scherbo, verðlaunahæsta karlsins, en hann vann 23 verðlaun á HM fyrir Sovíetríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×