Skuldaraskattur Davíð Þorláksson skrifar 9. október 2019 07:45 Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 var sérstakur skattur lagður á fjármálafyrirtæki m.a. til að afla ríkinu tekna til að vega upp á móti tapi þess vegna fjármálahrunsins. Hinir nýstofnuðu bankar áttu að greiða fyrir tjónið sem þeir sem fóru í þrot ollu, eins sérstakt og það nú er. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Bankaskatturinn er lagður á skuldir bankanna sem gerir það að verkum að fjármagnskostnaður þeirra hækkar sem eykur kostnað þeirra við lánveitingar. Sá kostnaður endar óhjákvæmilega hjá lántakendum bankanna; heimilum og fyrirtækjum. Bankarnir eru í harðri samkeppni um húsnæðislán við lífeyrissjóðina, sem þurfa ekki að greiða bankaskatt og geta leyft sér að gera strangar kröfur. Stærri fyrirtæki eiga kost á að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa, sem bera ekki bankaskatt, og hjá lánveitendum erlendis. Bankaskattar eru mun hærri á Íslandi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta er því ójafn leikur. Það eru því fyrst og fremst heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki sem á endanum borga bankaskattinn. Áætlað hefur verið að sérskattar á banka jafngildi um 0,5-0,55% aukaálagi á vexti. Það þýðir að heimili sem skuldar 30 milljónir króna gæti verið að greiða um 150 þúsund krónur í bankaskatt á ári. Á sama tíma eru aðilar vinnumarkaðarins að reyna að lækka vexti með Lífskjarasamningnum. Nú liggur fyrir frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem bankaskatturinn er lækkaður lítillega á löngum tíma. Það er spurning hvort ekki væri réttara að breyta nafni skattsins á meðan og kalla hann sínu rétta nafni: Skuldaraskattinn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun