Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 11:30 Wayne Rooney og Jamie Vardy hafa leikið saman með enska landsliðinu og þykir málið gríðarlega vandræðalegt fyrir Vardy-hjónin. vísir/getty Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum. Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum.
Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira