Íslenski boltinn

Hörður Magnússon heiðraður af Leikmannasamtökunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður með viðurkenninguna sem hann fékk frá Leikmannasamtökum Íslands.
Hörður með viðurkenninguna sem hann fékk frá Leikmannasamtökum Íslands.
Hörður Magnússon, stjórnandi Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, var heiðraður af Leikmannasamtökum Íslands á lokahófi Pepsi Max-deildanna fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu.

Lokahófið fór fram í Gamla bíói í gær en þar var tímabilið í Pepsi Max-deildum karla og kvenna gert upp. Leikmannasamtök Íslands stóðu fyrir lokahófinu í samstarfi við KSÍ og Ölgerðina.

Hörður hefur nýlokið níunda ári sínu sem stjórnandi Pepsi Max-markanna. Á þeim tíma hefur hann ekki misst úr þátt.

Pepsi Max-mörkin hófu göngu sína 2008 og fyrstu tvö árin stýrði Hörður þættinum ásamt Arnari Björnssyn og Guðjóni Guðmundssyni. Frá 2010 hefur Hörður verið aðalstjórnandi þáttarins.

Hörður og sérfræðingar hans fóru yfir nýafstaðið tímabil í Pepsi Max-deild karla í 200 mínútna lokaþætti á laugardagskvöldið.

Hörður fékk fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ 2016 fyrir umfjöllun um íslenskan fótbolta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×