Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:07 Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein