Bíó og sjónvarp

Sagði kominn tíma á rauðhærðan Bond

Andri Eysteinsson skrifar
Damian Lewis, næsti James Bond?
Damian Lewis, næsti James Bond? Getty/Tomaso Boddi
Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond.

Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond.

Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall.

Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé.

Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×