Enski boltinn

„Borguðu 72 milljónir fyrir Pepe en krakkinn lítur betur út en hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Saka fagnar marki með Aubameyang í gær.
Saka fagnar marki með Aubameyang í gær. vísir/getty
Arsenal vann afar góðan 3-0 sigur á Eintracht Frankfurt í gærkvöldi í 1. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar er liðin mættust í Þýskalandi.

Unai Emery, stjóri Arsenal, hreyfði aðeins við liðinu og gaf nokkrum ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til þess að spreyta sig.

Þar á meðal fékk hinn átján ára gamli Bukayo Saka tækifæri en hann spilaði frábærlega. Hann skoraði eitt mark, lagði upp annað og fyrrum Arsenal-maðurinn, Martin Keown, var ánægður.

„Þú hugsar um hvernig Nicolas Pepe er að spila núna. Þeir borguðu 72 milljónr punda fyrir hann og þessi kraki leit betur út en hann í kvöld,“ sagði Keown en Pepe kom frá Lille í sumar.





„Sjáiði þessa ró,“ sagði Keown er hann fór yfir markið hans Saka. „Þetta er stórkostleg afgreiðsla. Hann er átján ára. Ótrúlegt.“

Saka er fæddur árið 2001 en hann hefur leikið alla sína tíð hja Arsenal. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins í Evrópudeildinni í nóvember á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×