„Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 13:21 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Fréttablaðið/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar. Í færslunni lýsir Guðni síðustu dögum. Um liðna helgi sótti hann Miðgarðshátíðina þar sem honum þótti gaman að spjalla við gesti og gangandi. „Til dæmis var afar gaman að prófa tölvuleikinn sem liðsmenn Myrkurs vinna að þótt fáum sögum fari af afrekum mínum þar,“ skrifar Guðni sem telur allt sé gott í hófi, ekki síst skemmtilegir leikir og tómstundir þar sem fólk leyfir sér að láta hugann reika í töfraveröldum. Þá fylgdist forsetinn grannt með aðgerðum ungmenna víða um heim þar sem þau krefjast róttækari viðbragða í loftslagsmálum. „Kappið og einlægnin eykur von,“ skrifar Guðni sem heldur á morgun í opinbera heimsókn til Grænlands. Þá minnist hann sem fyrr segir á bíllausa daginn. „Og í dag er bíllausi dagurinn, ágætis áminning um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur og huga að umhverfisvænum lífsstíl. En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið, vægast sagt. Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt.“ Forseti Íslands Samgöngur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga ef marka má nýja færslu hans á Facebook í dag, og dagskráin er þétt skipuð í dag. Hann segir að þrátt fyrir að bíllausi dagurinn sé í dag muni einhverjir sjá hann á bíl, enda sé vandkvæðum bundið að komast með fjölskylduna á þá viðburði sem þarf að sækja hér og þar. Í færslunni lýsir Guðni síðustu dögum. Um liðna helgi sótti hann Miðgarðshátíðina þar sem honum þótti gaman að spjalla við gesti og gangandi. „Til dæmis var afar gaman að prófa tölvuleikinn sem liðsmenn Myrkurs vinna að þótt fáum sögum fari af afrekum mínum þar,“ skrifar Guðni sem telur allt sé gott í hófi, ekki síst skemmtilegir leikir og tómstundir þar sem fólk leyfir sér að láta hugann reika í töfraveröldum. Þá fylgdist forsetinn grannt með aðgerðum ungmenna víða um heim þar sem þau krefjast róttækari viðbragða í loftslagsmálum. „Kappið og einlægnin eykur von,“ skrifar Guðni sem heldur á morgun í opinbera heimsókn til Grænlands. Þá minnist hann sem fyrr segir á bíllausa daginn. „Og í dag er bíllausi dagurinn, ágætis áminning um nauðsyn þess að efla almenningssamgöngur og huga að umhverfisvænum lífsstíl. En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið, vægast sagt. Öfgar og sýndarmennska munu aldrei þoka okkur í rétta átt.“
Forseti Íslands Samgöngur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira