Björguðu ferðamanni sem keyrði út í Kaldaklofskvísl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:20 Aðstæður voru erfiðar á vettvangi í kvöld. Skjáskot/Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til bjargar ferðamanni sem fest hafði bíl sinni út í Kaldaklofskvísl. Þegar björgunarsveitarfólkið kom á staðinn hafði hann komist sjálfur í land og beið þar eftir aðstoð. „Hann keyrði út í á á fullri ferð sem var allt of stór fyrir þennan bíl,“ segir Jón Hermannsson björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg í samtali við Vísi. „Hann stoppaði á stórum steinum sem eru þarna í ánni. Hann komst svo í land og gat hringt í okkur í landi.“ Jón segir að bíllinn hafi verið búinn að fljóta nokkra metra niður ánna. Ferðamaðurinn var á leið fjallabaksleið syðri þegar hann keyrði út í Kaldaklofskvísl og hafði enga þekkti ekki til á þessu svæði. „Hann var blautur og kaldur og bar sig vel. Hann hafði getað labbað fram og til baka á svæðinu umhverfis bílinn til þess að halda á sér hita. Hann var ekkert slasaður“ Hefði getað farið verr Fyrsta verk ferðamannsins var að fara á bílaleiguna og ná sér í annan bíl. Hann þurfti ekki að fara á sjúkrahús til aðhlynningar. Aðgerðum á vettvangi lauk nú á tíunda tímanum í kvöld. „Þær gengu bara ljómandi vel. Þetta var einn einstaklingur á litlum bílaleigubíl sem að ekki átti neitt erindi á þetta svæði þar sem hann var. Eins og sjá má í myndbandi sem Landsbjörg birti nú í kvöld, var rigning og rok á svæðinu þar sem ferðamaðurinn fór út í. „Það var líka djúpt vatnið í kringum bílinn. Við þurftum því að senda fólk í sérstökum göllum til þess að binda í bílinn. Við drógum bílinn úr ánni þannig að hann myndi ekki valda frekari skaða. Hann hefði getað flotið lengra niður með ánni og farið þar fram að fossbrún. Þá hefði farið að leka úr honum eldsneyti og olíur og þá hefði kannski aldrei verið hægt að ná honum úr hylnum.“ Aðgerðir tóku um klukkustund og segir Jón að þetta hefði getað farið mun verr hefði bíllinn ekki orðið fastur við steina þannig að ferðamaðurinn kæmist út. Bíllinn hefði getað farið fram af fossbrúninni. Jón ítrekar að fólk þurfi að vara sig á vatnavöxtum. „Ef að fólk hittir útlendinga sem að eru á ferðalagi og að hugsa til fjalla, þá er búið að rigna mikið síðustu daga og það er rigningarspá.“ Ferðamaðurinn sem þurfti að bjarga í kvöld var á Suzuki jeppling. Jón segir að fólk eigi ekki að vera að fara í slíkar ferðir á þessum minnstu bílum.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira