Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2019 12:45 Frá því er Guðmundar- og Geirfinnsmál voru tekin fyrir í Hæstarétti á sínum tíma. fréttablaðið/jens alexandersson Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. Í greinargerðinni kemur fram að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Telur ríkið bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur. Er meðal annars vísað til þess að Guðjón hafi ekki dregið framburð sinn í málinu til baka. Rætt var við Pál Rúnar um málið í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann sagði greinargerð lögmanns í máli Guðjóns fyrst og síðast vonbrigði. Þá væri fullkomin þversögn fólgin í því af hálfu ríkisins að biðjast afsökunar, viðurkenna bótaskyldu, hefjast handa við að semja um bætur en vilja svo fyrir dómi ekki kannast við bótaskylduna.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar.Vísaði í Vegas-málið hvað varðar lagaskil og fyrningarfresti „Ég í sjálfu sér bjóst ekki við því að þetta yrði afstaðan. Þarna er tekin mjög, ekki bara ómanneskjuleg nálgun á viðfangsefnið, heldur lögfræðilega ótæk. Það olli miklum vonbrigðum að sjá þessa greinargerð ríkislögmanns,“ sagði Páll Rúnar. Hann sagði bótarétt ríkisins í málinu alveg skýran. „Það er ekki bara mælt fyrir honum í lögum heldur er mælt fyrir bótaréttinum í mannréttindasáttmálum, mannréttindasáttmála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Við höfum meginreglur skaðabótaréttar sem leiða til sömu niðurstöðu, dómafordæmi, dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um sama efni og allt leiðir þetta að sömu niðurstöðu, að bótarétturinn sé fyrir hendi. Hvað varðar þessar mótbárur, lagaskil, hvaða lög gildi, hvaða fyrningarfrestir eru fyrir hendi og svo framvegis þá er búið að dæma um þetta allt í svokölluðu Vegas-máli. Þar er þessum sömu sjónarmiðum haldið fram og hafnað af dómara og þeim dómi ákveður íslenska ríkið að áfrýja ekki. Það náttúrulega þýðir það eitt að íslenska ríkið er bundið af niðurstöðunni. Það getur ekki látið annan borgara njóta annars og lakari réttar heldur en þar um ræðir.“Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í fyrra.vísir/daníel þór„Á þessu á hann enga sök, ekki eina einustu“ Þá sagði Páll Rúnar það mikil vonbrigði að sjá því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón Skarphéðinsson ætti einhverja sök á því hvernig fór fyrir honum í málinu. „Þessum sjónarmiðum hefur ekki, allavega enn sem komið er, verið haldið fram gagnvart Tryggva Rúnari Leifssyni. En það er alveg ljóst að þessir einstaklingar sem þarna um ræðir þeir eru þolendur, þeir eru ekki gerendur. Þeir eiga enga sök á því hvernig fer. Tryggvi Rúnar Leifsson er í einangrun í meira en 600 daga. Honum er haldið vakandi þarna fyrstu dagana og hann tekur einangruninni strax mjög illa sem eðlilegt er. Hann er sprautaður með óþekktum lyfjum, hann er beittur kerfisbundnu og viðvarandi harðræði af fangavörðum og rannsakendum, hann er niðurlægður, hann er beittur þvingunum og hótunum, hann sætir illri og löglausri meðferð á gæsluvarðhaldstímanum. Hann fær engar heimsóknir, næstum því engan útivistartíma og að endingu er hann sviptur frelsi sínu ranglega á þriðja þúsund daga. Það er alveg ljóst að enginn maður þolir slíkar þjáningar án þess að verða fyrir stórfelldu og varanlegu tjóni bæði á líkama og sál og á þessu á hann enga sök, ekki eina einustu,“ sagði Páll Rúnar og bætti því svo við að fólk verði ekki gert ábyrgt fyrir þeim yfirlýsingum sem það hefur þegar verið er að pynta það. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir,“ sagði Páll Rúnar en viðtalið við hann má heyra í heild sinni á vef RÚV.Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmSegir ríkið ekki hafna bótaskyldu Í Bítinu á Bylgjunni var síðan rætt við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann allsherjarnefndar. Hann sagði að í greinargerð ríkislögmanns fælist ekki það að ríkið hafni bótaskyldu. Verið sé að hafna kröfunni og þeim lagarökum sem liggi að baki henni. Málið sé í eðlilegum farvegi. „Ríkið setti af stað samninganefnd til að komast að niðurstöðu um þessar bætur gagnvart öllu þessu fólki. Nú, Ragnar Aðalsteinsson, fyrir hönd síns skjólstæðings, hann leitar til dómstóla um málið. Honum þótti fullreynt að það tækjust einhverjir samningar. Ef ég man rétt var tilboð ríkisins í því tilviki 100 milljónir en Ragnar krafðist 1300 milljóna ef ég man rétt. Hann lýkur þessum samningaviðræðum og kýs að fara dómstólaleiðina. Ég er hissa á því að það komi honum eða öðrum á óvart að ríkislögmaður hafni fyrir dómstólum kröfu upp á sömu upphæð og hafnað hafði verið í samningaviðræðunum,“ sagði Páll. Hann lagði áherslu á það að hann gæti ekki metið það hvað væru sanngjarnar bætur til handa þeim sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem hafa verið sýknaðir. Dómstólar ættu hins vegar skera úr um það ef samningar tækjust ekki. „Þannig að ég held að málið sé í eins eðlilegum farvegi og hægt er en ég held að það sé að það fullkomlega ástæðulaust að vera að espa sig upp í einhverja reiði fyrir afstöðu ríkislögmanns í þessu,“ sagði Páll og bætti við að fólk gæti ekki gert ráð fyrir því að bótakrafa væri einfaldlega samþykkt af gagnaðilanum. Á hana þyrfti að reyna fyrir dómstólum. „Í þessu felst ekki höfnun ríkisins á bótaskyldu sinni enda er ríkið í samningaviðræðum við hina aðilana og heldur enn opinni samningaleið við skjólstæðing Ragnars Aðalsteinssonar. Hann hafnar kröfunni eins og hún stendur og þeim lagarökum sem eru á bak við hana. Í því felst ekki sú afstaða ríkisins að vilja ekki borga eða ætla ekki að bæta. Það liggur fyrir viðurkennd bótaskylda og bótavilji af hálfu ríkisins,“ sagði Páll en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. Í greinargerðinni kemur fram að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Telur ríkið bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur. Er meðal annars vísað til þess að Guðjón hafi ekki dregið framburð sinn í málinu til baka. Rætt var við Pál Rúnar um málið í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann sagði greinargerð lögmanns í máli Guðjóns fyrst og síðast vonbrigði. Þá væri fullkomin þversögn fólgin í því af hálfu ríkisins að biðjast afsökunar, viðurkenna bótaskyldu, hefjast handa við að semja um bætur en vilja svo fyrir dómi ekki kannast við bótaskylduna.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar.Vísaði í Vegas-málið hvað varðar lagaskil og fyrningarfresti „Ég í sjálfu sér bjóst ekki við því að þetta yrði afstaðan. Þarna er tekin mjög, ekki bara ómanneskjuleg nálgun á viðfangsefnið, heldur lögfræðilega ótæk. Það olli miklum vonbrigðum að sjá þessa greinargerð ríkislögmanns,“ sagði Páll Rúnar. Hann sagði bótarétt ríkisins í málinu alveg skýran. „Það er ekki bara mælt fyrir honum í lögum heldur er mælt fyrir bótaréttinum í mannréttindasáttmálum, mannréttindasáttmála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Við höfum meginreglur skaðabótaréttar sem leiða til sömu niðurstöðu, dómafordæmi, dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um sama efni og allt leiðir þetta að sömu niðurstöðu, að bótarétturinn sé fyrir hendi. Hvað varðar þessar mótbárur, lagaskil, hvaða lög gildi, hvaða fyrningarfrestir eru fyrir hendi og svo framvegis þá er búið að dæma um þetta allt í svokölluðu Vegas-máli. Þar er þessum sömu sjónarmiðum haldið fram og hafnað af dómara og þeim dómi ákveður íslenska ríkið að áfrýja ekki. Það náttúrulega þýðir það eitt að íslenska ríkið er bundið af niðurstöðunni. Það getur ekki látið annan borgara njóta annars og lakari réttar heldur en þar um ræðir.“Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í fyrra.vísir/daníel þór„Á þessu á hann enga sök, ekki eina einustu“ Þá sagði Páll Rúnar það mikil vonbrigði að sjá því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón Skarphéðinsson ætti einhverja sök á því hvernig fór fyrir honum í málinu. „Þessum sjónarmiðum hefur ekki, allavega enn sem komið er, verið haldið fram gagnvart Tryggva Rúnari Leifssyni. En það er alveg ljóst að þessir einstaklingar sem þarna um ræðir þeir eru þolendur, þeir eru ekki gerendur. Þeir eiga enga sök á því hvernig fer. Tryggvi Rúnar Leifsson er í einangrun í meira en 600 daga. Honum er haldið vakandi þarna fyrstu dagana og hann tekur einangruninni strax mjög illa sem eðlilegt er. Hann er sprautaður með óþekktum lyfjum, hann er beittur kerfisbundnu og viðvarandi harðræði af fangavörðum og rannsakendum, hann er niðurlægður, hann er beittur þvingunum og hótunum, hann sætir illri og löglausri meðferð á gæsluvarðhaldstímanum. Hann fær engar heimsóknir, næstum því engan útivistartíma og að endingu er hann sviptur frelsi sínu ranglega á þriðja þúsund daga. Það er alveg ljóst að enginn maður þolir slíkar þjáningar án þess að verða fyrir stórfelldu og varanlegu tjóni bæði á líkama og sál og á þessu á hann enga sök, ekki eina einustu,“ sagði Páll Rúnar og bætti því svo við að fólk verði ekki gert ábyrgt fyrir þeim yfirlýsingum sem það hefur þegar verið er að pynta það. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir,“ sagði Páll Rúnar en viðtalið við hann má heyra í heild sinni á vef RÚV.Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelmSegir ríkið ekki hafna bótaskyldu Í Bítinu á Bylgjunni var síðan rætt við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann allsherjarnefndar. Hann sagði að í greinargerð ríkislögmanns fælist ekki það að ríkið hafni bótaskyldu. Verið sé að hafna kröfunni og þeim lagarökum sem liggi að baki henni. Málið sé í eðlilegum farvegi. „Ríkið setti af stað samninganefnd til að komast að niðurstöðu um þessar bætur gagnvart öllu þessu fólki. Nú, Ragnar Aðalsteinsson, fyrir hönd síns skjólstæðings, hann leitar til dómstóla um málið. Honum þótti fullreynt að það tækjust einhverjir samningar. Ef ég man rétt var tilboð ríkisins í því tilviki 100 milljónir en Ragnar krafðist 1300 milljóna ef ég man rétt. Hann lýkur þessum samningaviðræðum og kýs að fara dómstólaleiðina. Ég er hissa á því að það komi honum eða öðrum á óvart að ríkislögmaður hafni fyrir dómstólum kröfu upp á sömu upphæð og hafnað hafði verið í samningaviðræðunum,“ sagði Páll. Hann lagði áherslu á það að hann gæti ekki metið það hvað væru sanngjarnar bætur til handa þeim sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem hafa verið sýknaðir. Dómstólar ættu hins vegar skera úr um það ef samningar tækjust ekki. „Þannig að ég held að málið sé í eins eðlilegum farvegi og hægt er en ég held að það sé að það fullkomlega ástæðulaust að vera að espa sig upp í einhverja reiði fyrir afstöðu ríkislögmanns í þessu,“ sagði Páll og bætti við að fólk gæti ekki gert ráð fyrir því að bótakrafa væri einfaldlega samþykkt af gagnaðilanum. Á hana þyrfti að reyna fyrir dómstólum. „Í þessu felst ekki höfnun ríkisins á bótaskyldu sinni enda er ríkið í samningaviðræðum við hina aðilana og heldur enn opinni samningaleið við skjólstæðing Ragnars Aðalsteinssonar. Hann hafnar kröfunni eins og hún stendur og þeim lagarökum sem eru á bak við hana. Í því felst ekki sú afstaða ríkisins að vilja ekki borga eða ætla ekki að bæta. Það liggur fyrir viðurkennd bótaskylda og bótavilji af hálfu ríkisins,“ sagði Páll en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira