Smábátasjómenn saka Fiskistofu um lögbrot Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2019 13:02 Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fréttablaðið/Hörður Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan. Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan.
Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira