Óvæntir fagnaðarfundir í blóðbaði Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. september 2019 21:00 Japanska leikkonan Nae mætti óvænt á sýninguna og átti sitthvað vantalað við handritshöfundinn. "Það sást heldur betur hvað hún var ánægð með handritið þar sem hún fór beint í að reyna að drepa Sjón,“ segir Börkur og leikstjórinn, Júlíus Kemp, virðist ekki hafa séð ástæðu til að skerast í leikinn. Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira