Erlent

Siglir frá Íran eftir að hafa verið fast í tvo mánuði

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið var hertekið af írönskum hermönnum á Hormuz-sundi í júlí.
Skipið var hertekið af írönskum hermönnum á Hormuz-sundi í júlí. AP
Olíuflutningaskipið Stena Imperio, sem siglir undir breskum fána, er að undirbúa að sigla á brott frá Íran eftir að hafa verið fast í höfn þar í tvo mánuði. Þetta staðfestir eigandi skipsins, sænski skiparisinn Stena Bulk.

Skipið var hertekið af írönskum hermönnum á Hormuz-sundi í júlí en Íranir sökuðu skipstjórann um brot á alþjóðlegum siglingareglum.

Stena Imperio var hertekið hálfum mánuði eftir að írönsku olíuflutningaskipi var haldið á Gíbraltar en í því tilfelli var skipstjórinn sakaður um brot á viðskiptabanni ESB gagnvart Sýrlandi.

Því skipi var sleppt í ágúst síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran

Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum.

Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans

Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×