Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir Ari Brynjólfsson skrifar 27. september 2019 08:15 Gróðurhvelfing Aldin Bio Dome og fleiri byggingar eiga að rísa við Stekkjabakka. Svæðið er upp til vinstri á miðri mynd. vísir/vilhelm Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira