Það þarf að gera eitthvað Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 27. september 2019 10:20 Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Loftslagsmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar