Markalaust í Madrídarslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Markalaust jafntefli varð í stórleiknum um Madrídarborg í La Liga deildinni á Spáni í kvöld.

Það voru dýrmæt stig í boði í leiknum en það er mjög þröngt á þingi á toppi spænsku deildarinnar.

Liðin náðu hins vegar ekki að skapa sér almennileg færi í fyrri hálfleik. Snemma í þeim seinni fékk Gareth Bale gott færi en hann skaut framhjá markinu.

Um miðjan hálfleikinn fékk Atletico gott færi upp úr hornspyrnu og stuttu seinna varði Jan Oblak frábærlega frá Karim Benzema.

Mark kom hins vegar ekki í leikinn og því 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Real Madrid sest því á topp deildarinnar með 15 stig og er eina ósigraða liðið í deildinni. Atletico Madrid er með stigi minna í þriðja sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira