Raunir lögreglustjórans Óttar Guðmundsson skrifar 28. september 2019 10:00 Fyrir mörgum árum gisti ég um tíma í næsta húsi við híbýli Ríkislögreglustjóra. Mér til mikillar furðu og gremju var hjólinu mínu stolið eina nóttina. Ég áttaði mig á því að glæpir viðgangast jafnvel í næsta nágrenni við þennan æðsta yfirmann lögreglunnar. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar sami embættismaður kom fram í Mogganum og upplýsti um neðanjarðarstarfsemi sem blómstraði í kringum hann. Hann sagðist vera fórnarlamb rógs og illmælgi og margir vildu koma sér úr embætti. Alls konar vandamál þrifust innan lögregluembættanna sem hann vildi taka á af karlmennsku og festu en fengi bara engu ráðið. Auk þessa væri hann skammaður eins og krakki fyrir eðlileg bílaviðskipti embættisins. Maður skilur kvartanir misyndismanns yfir illri meðferð lögreglunnar þegar sjálfur yfirlögreglustjórinn ber sig svo aumlega undan starfsbræðrum sínum og systrum. Ég sárvorkenndi lögreglustjóra og viknaði þegar ég las um þessar raunir. Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur embættismaður kastar grímunni og veitir innsýn í sálarlíf sitt. Undir harðri skel og borðalögðum einkennisbúningi var lítill dapur drengur sem sætir einelti á leikskólanum. Hann var fórnarlamb vikunnar en eineltið hélt áfram. Lögreglustjórar landsins sögðust ekki vilja leika við hann lengur. Dómsmálaráðherra hugsar málið. Sérfræðingar í fjölelti eiga að rannsaka málin innandyra hjá embættinu þar sem allir virðast leggja alla í einelti. Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan virðulega embættismann. Gerum eitthvað til að gleðja hann. Ráðum lögreglustjórann ævilangt í embættið og bætum fleiri gullröndum á embættisbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum árum gisti ég um tíma í næsta húsi við híbýli Ríkislögreglustjóra. Mér til mikillar furðu og gremju var hjólinu mínu stolið eina nóttina. Ég áttaði mig á því að glæpir viðgangast jafnvel í næsta nágrenni við þennan æðsta yfirmann lögreglunnar. Mér datt þetta í hug á dögunum þegar sami embættismaður kom fram í Mogganum og upplýsti um neðanjarðarstarfsemi sem blómstraði í kringum hann. Hann sagðist vera fórnarlamb rógs og illmælgi og margir vildu koma sér úr embætti. Alls konar vandamál þrifust innan lögregluembættanna sem hann vildi taka á af karlmennsku og festu en fengi bara engu ráðið. Auk þessa væri hann skammaður eins og krakki fyrir eðlileg bílaviðskipti embættisins. Maður skilur kvartanir misyndismanns yfir illri meðferð lögreglunnar þegar sjálfur yfirlögreglustjórinn ber sig svo aumlega undan starfsbræðrum sínum og systrum. Ég sárvorkenndi lögreglustjóra og viknaði þegar ég las um þessar raunir. Það er ekki á hverjum degi sem svo háttsettur embættismaður kastar grímunni og veitir innsýn í sálarlíf sitt. Undir harðri skel og borðalögðum einkennisbúningi var lítill dapur drengur sem sætir einelti á leikskólanum. Hann var fórnarlamb vikunnar en eineltið hélt áfram. Lögreglustjórar landsins sögðust ekki vilja leika við hann lengur. Dómsmálaráðherra hugsar málið. Sérfræðingar í fjölelti eiga að rannsaka málin innandyra hjá embættinu þar sem allir virðast leggja alla í einelti. Það er sorglegt að sjá hversu illa er farið með þennan virðulega embættismann. Gerum eitthvað til að gleðja hann. Ráðum lögreglustjórann ævilangt í embættið og bætum fleiri gullröndum á embættisbúninginn.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun