„Okkar hlutverk að sigra Donald Trump“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2019 20:15 Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta en símtali hans og Úkraínuforseta þar sem Trump bað hann að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðenda Demókrata, og son hans. Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. Það hefur gustað um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að birt var eftirskrift úr símtali hans við Volodímír Selenskí Úkraínuforseta þar sem Trump bað hinn síðarnefnda að rannsaka Joe Biden, einn líklegasta mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í dag greindu fjölmiðlar vestanhafs svo frá því að Hvíta húsið hafi einnig vistað eftirskrift af símtölum forsetans við Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu á tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar. Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri símtölum Trump við Pútín og Sáda Joe Biden ávarpaði stuðningsmenn sína í Las Vegas í gær en mótmælandi truflaði ræðuna, að því er virðist í þeim tilgangi að minna á þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Biden um ósæmilega hegðun gagnvart konum. En Biden sótti hart að Trump þegar ræðan hélt áfram. „Í ljósi þess að samkvæmt síðustu 70 skoðanakönnunum þyki ég líklegri en hann til að vinna þá kemur ekki á óvart að hann skuli beina athygli sinni að mér,“ sagði Biden. „Á næstu vikum og mánuðum er það verkefni þingsins að finna staðreyndirnar og láta Donald Trump axla ábyrgð. Á meðan er það hlutverk mitt, og hlutverk okkar, að tryggja umfram allt að við sigrum Donald Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hvíta húsið leyndi fleiri viðkvæmum símtölum Donalds Trump Bandaríkjaforseta en símtali hans og Úkraínuforseta þar sem Trump bað hann að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðenda Demókrata, og son hans. Biden sótti hart að Trump í ræðu sem hann flutti stuðningsmönnum sínum í gær. Það hefur gustað um Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að birt var eftirskrift úr símtali hans við Volodímír Selenskí Úkraínuforseta þar sem Trump bað hinn síðarnefnda að rannsaka Joe Biden, einn líklegasta mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Úkraínu sagði skyndilega af sér í gær. Í dag greindu fjölmiðlar vestanhafs svo frá því að Hvíta húsið hafi einnig vistað eftirskrift af símtölum forsetans við Pútín Rússlandsforseta og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu á tölvukerfi sem aðeins er ætlað fyrir háleynilegar upplýsingar. Sjá einnig: Hvíta húsið leyndi fleiri símtölum Trump við Pútín og Sáda Joe Biden ávarpaði stuðningsmenn sína í Las Vegas í gær en mótmælandi truflaði ræðuna, að því er virðist í þeim tilgangi að minna á þær ásakanir sem fram hafa komið á hendur Biden um ósæmilega hegðun gagnvart konum. En Biden sótti hart að Trump þegar ræðan hélt áfram. „Í ljósi þess að samkvæmt síðustu 70 skoðanakönnunum þyki ég líklegri en hann til að vinna þá kemur ekki á óvart að hann skuli beina athygli sinni að mér,“ sagði Biden. „Á næstu vikum og mánuðum er það verkefni þingsins að finna staðreyndirnar og láta Donald Trump axla ábyrgð. Á meðan er það hlutverk mitt, og hlutverk okkar, að tryggja umfram allt að við sigrum Donald Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira