Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 14:15 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist með, Þórdísi Lóu á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“ Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“
Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15
19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08