Marglytturnar komnar í land í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2019 21:45 Marglytturnar syntu yfir miðlínuna á öðrum tímanum í dag. Synt var frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Uppfært: 21:45 Sundhópurinn Marglytturnar luku sundi yfir Ermasundið á níunda tímanum í kvöld og var það Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem lauk sundinu klukkan 20:53. Boðsundið hófst í Dover á Englandi í morgun klukkan sjö á staðartíma og syntu Marglytturnar samfleytt í 15 tíma. Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Marglytturnar syntu í eftirfarandi röð, fyrst lagði Sigurlaug María Jónsdóttir af stað síðan tók Sigrún Þ. Geirsdóttir við og þar á eftir synti Halldóra Gyða Matthíasdóttir. Næst á eftir henni synti Birna Bragadóttir síðan tók Þórey Vilhjálmsdóttir við og Brynhildur Ólafsdóttir var síðust í röðinni. Þannig var jafnframt önnur sundlotan og þrjár fyrstu sundkonurnar í röðinni syntu þrisvar sinnum. Fiskibáturinn Rowena hefur fylgt Marglyttunum eftit alla leið til Frakklands og hefur jafnframt sinnt eftirliti með skiptingum sundkvennanna og hafa þeir staðfest að boðsundið sé fullgilt samkvæmt reglum the English Channel Association. Boðsundið yfir Ermarsundið er búið að vera í undirbúningi hjá Marglyttum í tvö ár og undanfarna mánuði hafa þær æft nánast daglega til að takast á við þessa þrekraun. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Marglyttuhópurinn hefur ákveðið að halda áfram söfnuninni fyrir Bláa herinn áfram og mun hún vera í gangi næstu daga. Þær hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í barráttunni gegn plastmengun í hafinu. Bretland Frakkland Sund Umhverfismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Uppfært: 21:45 Sundhópurinn Marglytturnar luku sundi yfir Ermasundið á níunda tímanum í kvöld og var það Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem lauk sundinu klukkan 20:53. Boðsundið hófst í Dover á Englandi í morgun klukkan sjö á staðartíma og syntu Marglytturnar samfleytt í 15 tíma. Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Marglytturnar syntu í eftirfarandi röð, fyrst lagði Sigurlaug María Jónsdóttir af stað síðan tók Sigrún Þ. Geirsdóttir við og þar á eftir synti Halldóra Gyða Matthíasdóttir. Næst á eftir henni synti Birna Bragadóttir síðan tók Þórey Vilhjálmsdóttir við og Brynhildur Ólafsdóttir var síðust í röðinni. Þannig var jafnframt önnur sundlotan og þrjár fyrstu sundkonurnar í röðinni syntu þrisvar sinnum. Fiskibáturinn Rowena hefur fylgt Marglyttunum eftit alla leið til Frakklands og hefur jafnframt sinnt eftirliti með skiptingum sundkvennanna og hafa þeir staðfest að boðsundið sé fullgilt samkvæmt reglum the English Channel Association. Boðsundið yfir Ermarsundið er búið að vera í undirbúningi hjá Marglyttum í tvö ár og undanfarna mánuði hafa þær æft nánast daglega til að takast á við þessa þrekraun. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Marglyttuhópurinn hefur ákveðið að halda áfram söfnuninni fyrir Bláa herinn áfram og mun hún vera í gangi næstu daga. Þær hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja sitt af mörkum í barráttunni gegn plastmengun í hafinu.
Bretland Frakkland Sund Umhverfismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira