Lífið

Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Eiríks tekur þátt í Allir geta dansað.
Vala Eiríks tekur þátt í Allir geta dansað.
„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember.

„Ég fer manna seinust af dansgólfinu í partíum og finnst ég æði þar eftir nokkra bjóra, en ég get ekki sagt að ég sé neitt framúrskarandi dansari, ennþá....“

Vala hefur stundað súludans sem líkamsrækt.

„Ég veit ekki hvort sú reynsla fleyti mér langt þegar það kemur að dönnuðum samkvæmisdönsum. Akkúrat núna er ég meira spennt en stressuð, en ég fer örugglega að gráta áður en ég stíg á svið.“

Hún vill samt sem áður forðast stórar yfirlýsingar.

„Svona ef ég verð send heim í viku tvö, en auðvitað ætla ég að reyna að vinna þetta. Ég er með frábæran dansfélaga og þjálfara.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.