Gunnar: Grétar kom okkur í gang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 22:03 Gunnar er á sínu fimmta tímabili sem þjálfari Hauka. vísir/bára „Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK, 28-24, í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
„Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK, 28-24, í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Deildarmeistarar síðasta tímabils, Haukar, unnu fjögurra marka sigur á nýliðum HK í 1. umferð Olís-deildar karla. 11. september 2019 22:00