Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 12. september 2019 07:00 Danir hafa af umhverfisástæðum ákveðið að stöðva leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi. Mengunin og neikvæð áhrif á lífríkið þykja óásættanleg. Þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun sagði Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, að ef þessi iðnaður vildi stækka þá þyrfti aukið eldi að fara fram á landi. Danir eru ekki þeir einu sem eru að vakna upp við vondan draum um skaðsemi þessa mengandi iðnaðar. Á dögunum tókst náttúruverndarsinnum og heimafólki við einn fallegasta fjörð Chile-hluta hins stórbrotna Patagóníusvæðis að koma í veg fyrir að norskt sjókvíaeldisfyrirtæki kæmi sér þar fyrir. Og í nágrannaríkinu Argentínu fer nú fram hörð barátta gegn því að norsku sjókvíaeldisrisarnir fái leyfi fyrir starfsemi sinni. Margir af þekktustu matreiðslumeisturum Argentínu og náttúruverndarsamtök hafa snúið bökum saman gegn þungu lobbíi sjókvíaeldisins (rétt eins og gerðist hér). Þar á meðal er stjörnukokkurinn Mauro Colagreco, eigandi veitingastaðarins Mirazur í Frakklandi, sem státar af þremur Michelin-stjörnum og var nýlega valinn besti veitingastaður í heimi. „Þú borðar lygi,“ er slagorðið sem Colagreco og félagar nota í baráttu sinni og beina þar spjótum sínum að eldislaxinum sem þeir segja að sé alls engin hollustuvara. Danir hafa réttilega áttað sig á því að það er ekki verjandi að byggja áfram upp iðnað þar sem allur úrgangur af starfseminni, fóðurafgangar, fiskisaur, lyf og eiturefni, er látinn vaða beint í sjóinn eins og tíðkast í opnu sjókvíaeldi. Samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er saurmengunin frá hverju tonni af laxeldi í opnum sjókvíum á við frá sextán manns. Þetta þýðir að ef sjókvíaeldi við Ísland nær 71.000 tonna ársframleiðslu, eins og hámarkið er nú miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar, verður skólpmengunin á við 1.136.000 manns. Það er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Að halda áfram á þessari braut er hugsunarháttur liðins tíma þegar talið var að hafið gæti tekið endalaust við öllu sem í það var dælt. Nú vitum við betur og verðum að fara að hegða okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Danir hafa af umhverfisástæðum ákveðið að stöðva leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi. Mengunin og neikvæð áhrif á lífríkið þykja óásættanleg. Þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun sagði Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, að ef þessi iðnaður vildi stækka þá þyrfti aukið eldi að fara fram á landi. Danir eru ekki þeir einu sem eru að vakna upp við vondan draum um skaðsemi þessa mengandi iðnaðar. Á dögunum tókst náttúruverndarsinnum og heimafólki við einn fallegasta fjörð Chile-hluta hins stórbrotna Patagóníusvæðis að koma í veg fyrir að norskt sjókvíaeldisfyrirtæki kæmi sér þar fyrir. Og í nágrannaríkinu Argentínu fer nú fram hörð barátta gegn því að norsku sjókvíaeldisrisarnir fái leyfi fyrir starfsemi sinni. Margir af þekktustu matreiðslumeisturum Argentínu og náttúruverndarsamtök hafa snúið bökum saman gegn þungu lobbíi sjókvíaeldisins (rétt eins og gerðist hér). Þar á meðal er stjörnukokkurinn Mauro Colagreco, eigandi veitingastaðarins Mirazur í Frakklandi, sem státar af þremur Michelin-stjörnum og var nýlega valinn besti veitingastaður í heimi. „Þú borðar lygi,“ er slagorðið sem Colagreco og félagar nota í baráttu sinni og beina þar spjótum sínum að eldislaxinum sem þeir segja að sé alls engin hollustuvara. Danir hafa réttilega áttað sig á því að það er ekki verjandi að byggja áfram upp iðnað þar sem allur úrgangur af starfseminni, fóðurafgangar, fiskisaur, lyf og eiturefni, er látinn vaða beint í sjóinn eins og tíðkast í opnu sjókvíaeldi. Samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er saurmengunin frá hverju tonni af laxeldi í opnum sjókvíum á við frá sextán manns. Þetta þýðir að ef sjókvíaeldi við Ísland nær 71.000 tonna ársframleiðslu, eins og hámarkið er nú miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar, verður skólpmengunin á við 1.136.000 manns. Það er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Að halda áfram á þessari braut er hugsunarháttur liðins tíma þegar talið var að hafið gæti tekið endalaust við öllu sem í það var dælt. Nú vitum við betur og verðum að fara að hegða okkur í samræmi við það.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun