Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 19:50 Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, játaði sekt sína fyrir dómi. AP/Steven Senne Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu bandarísku NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Huffman var einnig gert að greiða sekt upp á þrjátíu þúsund Bandaríkjadali og gegna samfélagsþjónustu. Huffman var sú fyrsta til að hljóta dóm vegna málsins en fjöldi þekktra nafna í Hollywood hafa sömuleiðis verið ákærð fyrir þátttöku sína í svikamyllunni. Huffman var ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.Sjá einnig: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamylluAlríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Mest lesið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Lífið Varð að fara gubbandi í Herjólf Tónlist Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Tónlist Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Sjá meira
Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu bandarísku NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Huffman var einnig gert að greiða sekt upp á þrjátíu þúsund Bandaríkjadali og gegna samfélagsþjónustu. Huffman var sú fyrsta til að hljóta dóm vegna málsins en fjöldi þekktra nafna í Hollywood hafa sömuleiðis verið ákærð fyrir þátttöku sína í svikamyllunni. Huffman var ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.Sjá einnig: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamylluAlríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Mest lesið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Lífið Varð að fara gubbandi í Herjólf Tónlist Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Tónlist Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Sjá meira
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27
Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10
„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29