Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Eiður Þór Árnason skrifar 13. september 2019 19:50 Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, játaði sekt sína fyrir dómi. AP/Steven Senne Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu bandarísku NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Huffman var einnig gert að greiða sekt upp á þrjátíu þúsund Bandaríkjadali og gegna samfélagsþjónustu. Huffman var sú fyrsta til að hljóta dóm vegna málsins en fjöldi þekktra nafna í Hollywood hafa sömuleiðis verið ákærð fyrir þátttöku sína í svikamyllunni. Huffman var ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.Sjá einnig: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamylluAlríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu bandarísku NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Huffman var einnig gert að greiða sekt upp á þrjátíu þúsund Bandaríkjadali og gegna samfélagsþjónustu. Huffman var sú fyrsta til að hljóta dóm vegna málsins en fjöldi þekktra nafna í Hollywood hafa sömuleiðis verið ákærð fyrir þátttöku sína í svikamyllunni. Huffman var ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur.Sjá einnig: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamylluAlríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskóla á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27
Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. 13. maí 2019 15:10
„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29